Versta skaup sem ég hef séð á ævinni og ég hef séð 21 stk.
Það var bara ógeðslegt hvað Edda Björgvins var að koma vinum og vandamönnum á framfæri. Þessi Björgvin Franz mátti reyndar alveg vera þarna. Björk sem er víst vikona Eddu Björgvins eftir því sem ég best veit var gjörsamlega glötuð. Halldóra Geirðharðs hefði frekar mátt njóta sín betur, hún er allavega fyndin!
En áramótaskaup á að gera grín að atburðum liðins árs! Hvað var þetta? Hvar var t.d. Unnur Birna? Davíð Oddsson hætti í stjórnmálum á árinu, best að sleppa því bara að minnast á kallinn. Laddi að detta í rúllustiganum í kringlunni er ekki atburður sem gerðist á þessu ári! Allt í lagi kannski að hafa eitthvað smá svona fyrir börnin sem skilja ekki útvarpsstjóradjókið og Hannes Hólmstein en come on!
Oft voru brandararnir á góðri leið með að heppnast en það þurfti bara alltaf að skemma þá. Opruh djókurinn var of langur og til hvers að hafa Jónínu Ben þarna? Bachelorinn var líka góður pótens en það tókst líka að klúðra honum.
Það eina sem var eitthvað fyndið í þessu var Bubbi fer í ísbúð en það var of langt! 3-4 fyrirsagnir hefðu verið temmilegar. Skjáauglýsingarnar með Hannesi Hólmsteini voru líka góðar. Að öðru leiti gjörsamlega glatað.