Endursýningar eru í sjálfu sér ágætar, t.d. ef maður missir af uppáhaldsþættinum sínum, og eru þær á öllum sjónvarpsstöðvum með sjálfsvirðingu yfirleitt áður en svokallaður ‘prime time’ hefst og eftir að honum líkur.
Hægt er að lifa við endursýningarnar á SkjáEinum þar sem að þær eru yfirleitt á ofangreindum tíma, þ.e. ekki á ‘prime time’, og það er oftast tekið fram að um endursýningar sé að ræða.
Um endursýningar á RUV( sjónvarpstöð allra landsmanna )er ekki það sama hægt að segja.
Ruv hefur núna nokkrum sinnum í sumar, sem ég hef tekið eftir, endursýnt bæði þáttaraðir og bíómyndir á besta tíma án þess að nokkurs staðar komi fram að um endursýningu sé að ræða og þar að auki á besta tíma. Sem dæmi um það má nefna mynd um Taggart sem var sýnd á laugardagskvöldi um 10 leytið og myndina About a Boy sem verður sýnd í kvöld (30.júl) kl 20:10.
ER þetta ekki aðeins of langt gengið? Á ekki sjónvarpsstöðin sem allir þurfa að borga fyrir að hafa efni á því að sýna nýjar myndir á föstudags-og laugardagkvöldum?
Til hvers að halda áfram að borga afnotagjöld þegar allt sem við fáum fyrir peninginn er gamalt efni sem ruv á?
– Það liggur í augum úti –