Ég var að spá vegna þess að talað hefur verið um þetta í nokkurn tíma afhverju skjáreinn ætlar sér að kaupa sér réttinn af Enska boltanum í 3 ár.Vil ég þá vita hvort maður þurfi að gerast áskrifandi að skjáeinum?Langar mig ekki að missa Enska boltann útaf Sýn því þar á hann heima (og auðvitað líka á Englandi).Skil ég alls ekki hvers vegna þeir séu að þessu,er það vegna þess að þeir vilja reyna eitthvað svona eins og t.d. með skjátvo sem lifði nú ekki lengi.Hvað ætla þeir sér næst að gera?Taka spænska boltan eða gólfið?Hef ég verið að spá í þessu í svolítinn tíma og finnst mér þetta satt að segja alveg út í hött.Allavega fyrir okkur íþróttaunendur.Eða almennt fyrir þá sem finnst gaman að horfa á sjónvarp og finnst manni eins og maður eigi að fá það sem maður er í áskrift í.Tökum til dæmis þetta með auglýsingar Sýnar:Enski boltinn í beinni og eitthvað svona í auglýsingum Sýnar.Allavega vil ég ekki fá það yfir á Skjáeinn.