Síðastliðið föstudagskvöld gerði ég mér för að næsta sjónvarpstæki sem býður upp á Stöð 2. Ætlunin var að horfa á Svínasúpuna sem byrja átti klukkan 23:35 (dagskráin sagði upphaflega 23:20 en á textavarpinu var búið að breyta því í 23:35). Klukkan 23:35 birtist hins vegar engin Svínasúpa heldur kom bara næsti þáttur á eftir sem átti ekki að byrja fyrr en hálftíma síðar. Það komu engar tilkynningar á skjáinn um að hún félli niður eða neitt slíkt.

Getur einhver upplýst um það hvað varð um súpuna? Þornaði hún upp kannski, eða?