Þar sem The Bachelorette er búin kemur annar þáttur í staðinn sem heitir Meet My Folks. Hérna kemur lýsing af honum:
Meet my folks” eða “Tengdafjölskyldan tækluð” eins og þátturinn heitir á ástkæra ylhýra máli fjallar um þrjá fjallmyndarlega einhleypa karla á besta aldri sem freista þess að heilla tilvonandi tengdafjölskyldu sína í von um rómantíska viku á Hawai og auðvitað hamingju það sem þeir eiga ólifað.
Herrarnir dvelja hver um sig í 3 sólarhringa með dýrlegri stúlku og fjölskyldu hennar á heimili þeirra og með fagurgala og fjörugri framkomu reyna þeir að sannfæra alla fjölskyldumeðlimi um eigið ágæti og hæfi til að hneppa heimasætuna. Fjölskyldan kynnist kauða í návíginu og byggir afstöðu sína á þeim kynnum. Þeir sem hreppa hnossið eiga í vændum vikudvöl á Hawaii með konu drauma sinna!
Mjög líkt The Bachelorette og er örugglega skemmtilegt.