Hvernig væri nú að sýna aftur tékknesku klaufabárðana á Ríkissjónvarpinu? Ég horfði mikið á þetta þegar ég var yngri (er 22 ára núna)og hló endalaust. Í sumar var ég að ferðast mikið um Austur-Evrópu og stoppaði í Póllandi, á hótelinu horfði ég á þá með vinum mínum einn morguninn og ég vissi ekki hvert ég ætlaði að fara. Við keyptum spólur þarna úti með þeim, það eru reyndar nýrri þættir síðan ´94 en samt fyndið. Þættirnir sem voru í gamla daga voru síðan ´81, þeir sömu og við sáum úti í sjónvarpinu.
Ég vil þá aftur í sjónvarpið
Eruð þið með mér ?!?!?