Laugardagskvöld.....
Ég geri ráð fyrir að flest ykkar hafi séð þættina með Gísla Marteini á laugardagskvöldum…Ég verð að segja að mér finnst þessir þættir frekar þunnir og alltaf er það SAMA fókið sem kemur í þessa þætti…þá meina ég stjórnmálamenn,leikarar,söngvarar…afhverju að breyta ekki um og auglýsa eftir “venjulegu”fólki sem er ekki frækt eða þekkt í þjóðfélaginu,en hefur samt sem áður frá mörgu skemmtilegu og áhugaverðu að segja??? Hvað finnst ykkur?? Á alltaf bara að tala við þekkta einstaklinga?? Sem koma svo í kastljósinu,eða einhverjum öðrum þáttum….leiðigjarnt að mínu mati.Við erum örugglega mörg sem gætum sagt frá skemmtilegum uppákomum,einhverju sem við höfum lennt í ekki satt??? Endilega segið álit ykkar…