Það er bullandi hamingja og allir taka fram sýnar uppáhalds veigar og safnast saman fyrir framan kassan og kætast yfir því að þessi gargandi snild skuli verið komin aftur á skjáinn.
Þessi þáttur var snildin ein í sumar á meðan HM stóð yfir og vonandi heldur hann áfram þaðan sem frá var horfið. En ég persónulega var mjög hrifin af uppsetningu þessara þáttar í sumar og þótti hann góð tilbreyting í annars “hefbundna” íþrótta umfjallanir.
Það lífgar mjög upp á þáttin hvernig gestir og “sérfræðingar” sita saman og ræða málin það sem er fram undan og það sem gerst hefur.
Hvet ég alla til að koma sér vel fyrir og njóta vonandi áframhaldandi snildar þáttar sem ber nafnið 4-4-2.
Eða er þetta bara algjört rugl í mér og er kannski allt of mikið af íþróttar þáttum sem taka burt “besta tíman” í sjónvarpinu.