Jæja núna ætla ég að fjalla um nýja þáttinn hans Jóns Gnarr. Ég var búinn að bíða með gífurlegri eftirvæntingu eftir Gnarrenburg. Ég sá auglýsinguna og ég hélt að þetta yrði rosalega fyndinn og skemmtilegur þáttur, þar sem þetta var nú með Jóni Gnarr. En ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þennan þátt. Hann var nákvæmlega ekkert fyndinn. Ég brosti ekki einu sinni. Eina skiptið sem ég hló var þegar Búdrýgindi komu og spiluðu, því mér fannst svo fyndið hvað söngvarinn var í miklum mútum.
En hvað fannst ykkur um þennan þátt? (þeir sem sáu hann) Endilega segið ykkar álit á þættinum.
Takk fyrir mig
Geithafu