Mér finnst Skjár einn vera búinn að standa sig mjög vel! Bæði í íslenskum sem erlendum sjónvarpsþáttum! Ég horfi bara á Skjá einn, er annars bara með Rúv. Það eru bara tveir þættir hérna á huga sem ég get séð vegna þess að ég er ekki með stöð 2 eða sýn. Það er Star Trek, sem mér finnst ömurlegur þáttur (ekki taka því illa, bara mín skoðun) og svo Survivor sem að ég hef reyndar ekkert sérlega mikinn áhuga á. Mér finnst að það ætti að búa til undiráhugamál hér á sjónvarpsefni fyrir skjá einn, þ.e.a.s. bara alla þætti á skjá 1. Það var talað um þetta á forsíðunni fyrir nokkrum dögum og mér finnst þetta góð hugmynd. Ef það hlunkast einhver hérna til að lesa þennan póst má hann endilega segja sína skoðun!
Takk fyrir,
rectum