Mig langar að spurja, hver er skoðun ykkar á temptation island?
Persónulega finnst mér þetta algerlega sick! Að pör fari á einhverja eyju með það eitt að markmiði að láta einhverjar guðdómlegar gyðjur eða sexy gaura freista sín í eitthvað sem á eftir að gera stóran skaða. Þessi pör bara geta ekki verið í heilbrigðum samböndum, og sú afsökun að þau vilji “testa” hvort annað finnst mér ekki gild. Ef þau vilja testa hvort annað þá er í fyrsta lagi fáránlegt að aðilinn skuli vita af því, og í öðru lagi þá væri miklu heilbrigðara að senda bara einhvern vin eða vinkonu í það mál og komast þá alveg bókað að því hvort kærastanum sé treystandi. Þau eru að fara rosalega illa með sig andlega og algerlega að rústa samböndum sínum. Er ég að bulla eða finnst ykkur þetta rétt?

Þrátt fyrir þessar skoðanir mínar þá finnst mér nú alveg frábært að horfa á þessa þætti og gæti ekki hugsað mér að missa af einum þeirra

Hvað finnst ykkur ?


kv Isabel :)