Jæja núna fer vetrardagskrá íslensku sjónvarpsstöðvana að byrja og er maður vitanlega mjög spenntur fyrir henni, enda eru alltaf einhverjir skemmtilegir þættir þar á ferð. Ég ætla að telja hérna upp hvaða þættir ég er mest spenntur að sjá í vetur.
Ég verð nú að byrja á því að segja það að <b>Spaugstofan</b> er að fara að byrja aftur og er það gleði efni fyrir mig. Enda var ekkert eins skemmtilegt eins og að horfa á Karl Ágúst, Örn, Pálma, Randver og Sigga Sigurjóns vera að grínast á laugardagskvöldum. Einnig ætlar Gísli Marteinn að byrja með svona “Hemma Gunn” þátt á ruv og verður það forvitnilegt að sjá hvernig sá þáttur mun lukkast, enda er Gísli alveg stórkostlegur sjónvarpsmaður. Einnig verður gaman að sjá aftur þættina “<b>Af fingrum fram</b>” með Jón Ólafssyni enda er mikill áhugamaður um tónlist þar á ferð.
Síðan koma nokkrar seriur aftur á RUV eins og <b>Fraser</b> og <b>StarTrek</b>. Maður bíður spenntur.
Það er ekki nóg því að SkjárEinn hefur aldeilis ekki svikið okkur, því að þeir ætla að verða með alveg snilldar dagskrá eins og maður bjóst við. Finnur Vilhjálmsson fyrverandi fréttamaður skjáseins ætlar að verða með þátt sem ber heitið <b>Heitipotturinn</b> og er spjallþáttur þar á ferð og verður gaman að sjá það enda annar snillingur þar á ferð. Síðan kemur Egill með <b>Silfrið</b> aftur og <b>Djúpalauginn</b> mun koma með pomp og prakt næsta föstudag með nýju studioi og nýjum stjórnendum. Þetta verður gaman að sjá. Síðan koma alveg fullt af frábærum serium á S1 eins og <b>Charmed</b>, <b>Survivor 5</b>, <b>Ginnes World Record</b>, <b>Tom Green</b>, <b>Malcom In the middle</b>, <b>Everybody Loves Raymond</b>, <b>CSI</b>, <b>Will & Grace</b> og fleiri snilldar þætti.
Mér er farið að hlakka allveg rosalega til, núna er ekkert hægt að gera nema að bíða…