Hver kannast ekki við það að setjast í mestu makindum fyrir framan
sjónvarpið, með doritos og bjór og stila svo á uppáhalds sjónvarpstöðina
sína, taka þá eftir að þar er gamanþáttur í gangi. Ekkert að því svosem,
hægt er að hlægja að sumu ruglinu sem þar kemur fram en galli er á gjöf
njarðar þar eins og allstaðar.
Hún er sú að stóru sjónvarpstöðvarnar í landinu hinummegin við pollin
borga offitum taugasjúklingum fúlgur fjár fyrir að hlægja að
sjónvarpsþáttum sínum. Þetta fer í mínar fínustu og eiðileggur heilu
daskrárnar fyrir mér, máski er meðalfyndinn brandari í gangi sem venjuleg
manneskja myndi varla flissa yfir ef hann yrði madreiddur fyrir hana, en nei
maður veit ekki fyrr en ein fitubollan í bakgrunninum er byrjuð að hlægja af
þessu eins og hún hafi verið í einangrun í 20 ár og aðeins talað við tamdar
skjaldbökur á þeim tíma.
Það er tilgangur með þessu…
Auðvitað vita framleiðendur að með því að hafa 10 manna hóp sem hlær
af hverri einustu setningu sem sögð er kalla þeir fram viss sálfræðiáhrif.
Menn eru hópdýr, við sofum saman, og þá á ég ekki við holdlegt samræði
heldur svefn, borðum saman og síðast en ekki síst skemmtum okkur
saman og þetta vita sjónvarpskóngarnir. Með því að láta þetta fólk hlægja
að minnsta tilefni hlægjum við ósjálfrátt með, en það breitir ekki þeirri
staðreynd að þetta pirrar mig óstjórnanlega. Mér finnst fólk vera að hæðast
að mér með þessari djéskotans vitleisu og vil ég líkja þessu við andlega
nauðgun að þurfa að sitja undir þessu.
Fylgist með þessu næst þegar þið horfið á sjónvarp,, án gríns þið standið
sjáf ykkur að því að hlægja að hlutum sem þið myndið varla brosa yfir ef
þið sæjuð það í raunveruleikanum.
Yfirritaður er ekki flissgjarn persónuleiki, hvað þá hlægjarn.
-friðu