Jæja, ég hef ekki séð neinn tala um vinsælustu sápu í heimi svo að ég ættla að byrja á því núna. Ég byrjaði að horfa á glæstar vonir þegar ég var 10 ára fyrst fannst mér það bara geðveikt leim! eins og magir halda að það sé, en eftir að hafa horft á þetta í 2-4 daga þá er maður allveg dottinn inní! En annars getur það orðið svoltið pirrandi þegar kannski einhver lendir í bílslysi þá tekur það í minnsta lagi tvær vikur að fá að vita hvort manneskjan lifði af eða ekki! Ég fór til útlanda þann 28 júní og hef ekki séð EINN! þátt síðan :o( það seinasta sem var að gerast (þegar ég horfði á það seinast) var þegar Amber, Rick og CJ lenntu í bílslysi. Nenniði kannski að segja mér aðalatriðin sem hafa skéð? Ég las það einusinni í Dönsku blaði að leikarinn sem lék Thorn hafði verið rekin vegna þess að hann var hommi en enginn vissi af því fyrst! Mér finnst svoltið gaman að fara á netið og finna nokkrar B&B síður og lesa hvað ætti eftir að gerast í framtíðinni (eins og þið vitið þá erum við bara ennþá á árinu 1998!) En það sem á eftir að gerast bráðlega er það að Britget á eftir að eignast kærasta og síðan er Brooke eitthvað að reyna við hann (tengdasoninn) og á endanum eignast þau barn saman! Pælið í því ég myndi ekki fyrirgefa mömmu minni það!
En allavega bara að koma upp með smá umræðu um Bold and the beautiful.!