Jæja, þá er Júróvisjón enn á ný komið á dagskránna. Mörgum til mikillar gleði, en annara ómældrar óánægju. Tel ég mig þó vera í fyrri flokknum, þó keppnirnar hafa farið versnandi með árnum, með nokkrum undantekningum í lögum.
Allavega, bæði vil ég endilega vekja athygli á því að þetta er mjög skemmtilegt að horfa á, mikið sjóv og læti, þó að þessir blessuðu þulir séu nú bara ekkert að meika þetta, og verða verri og verri, en við skulum athuga hvort að Logi Bergmann geti dregið úr versnandi ýmind júróvisjón-þulanna. Frægt er orðið leiðinleg og afrdáttarlaus gagnrýni og umfram allt leiðinleg kynning, ásamt (og ég leyfi mér að sletta) Cocky þjóðernisstolti Gísla Marteins Baldurssonar, sem einfaldlega missti sig þegar við svoleiðis töpuðum með stæl í Danmörku, fyrir ári síðan. Mér stendur alltaf efst í huga viss setning þegar Eistland, að mig minnir, gaf stig eitthvert árið, að mig minnir 2000. “Við stóðum með ykkur í sjálfstæðisbaráttunni”! Ég vil nú bara spyrja, mann og annann, Hvað í ósköpunum kemur það júróvisjón við???
Þá var Jakob Frímann Magnússon, getinn við Stuðmenn, betri kostur, þó hann röflaði sítt og heilagt í sjónvarpinu um lögin og stigin og hvað “one point” þýðir virkilega “eitt stig”. Þó að það sé gott og blessað að útskýra það sem gerist á skjánum (og útvarpinu), þá eru nú Íslendingar eitt mest lærða fólk í heiminum í dag, þ.e.a.s. á höfðatölu. Fólk lærir núna ensku í 5. bekk að mig minnir, og ég held að flestir læri að telja upp að 10, frekar snemma með því að horfa á sjónvarpið, sem börn og unglingar gera nú flest. Flest fólk sem horfir þá á “júró” getur því alveg skilið hvað er að gerast á skjánum, auk þess sem núverandi “grafík” sýnir alveg að “1” fer á Grikkland, sem er auðkent með fána og nafni, þannig að þeir sem eru ekki spakir í Ensku, en betri í landafræðinni, ættu einnig að skilja þær upplýsingar sem koma fram.
En Gamlar keppnir eru nú, þeim sem hafa fylgst lengi með, enn í fersku minni margra. T.d. Man ég ennþá eftir því að Jonny Logan vann árið 1987 með laginu Hold me now. og flest allar keppnir síðan þá. Á mínu heimili tíðkaðist samt sá siður að taka upp keppnina það árið, og geyma hana á spólu þar til næsta ár, og taka yfir með keppni þess árs. Við það glataðist þetta að sjálfsögðu, og bölvar maður nú heimsku sinni á þeim tíma. En með tilkomu nýrrar tækni, þróunar og meiri eftirspurnar í myndbandspólur með sjónvarpsþáttum, og öðrum efniviðum sjónvarpsins, hafa þættir, gamlir sem nýir litið dagsins ljóss bæði sem myndbönd, og sem DVD diskar, sem höfða nú enn betur til okkar sem eru af Tölvukynslóðinni. Erum við að sjá gamla þætti síðan á 9 áratugnum, frá BBC og bandaríkjunum, sjónvarpsmyndir eru nú iðulega gefnar út á DVD og myndbönd. Fyrir þá sem eru ekki það mynnugir á að taka upp viðkomandi hluti, eða þá sem eru mikið fyrir að geyma uppáteknar spólur.
Eftir að ég komst á þann aldur að geta svona staðið í þessu sjálfur, og foreldrar manns ekki þurft að staglast í myndböndum, takkafargi og fjarstýringum, hef ég reynt, eftir bestu getu að taka upp þær myndir og þætti sem ég kýs að eiga. Og hefur það tekist vel. Júróvisjón hefur þá, síðan 1998, verið tekið upp, og geymt á góðum stað, þar sem hægt er að horfa á þetta aftur og aftur. Sumir eru nú bara þannig að horfa einu sinni á bíómynd, þætti eða annað, er bara ekki nóg. Þeir sem eru “hóókt” á Friends, vita alveg hvað um er að vera.
En júróvisjón hefur nú verið hluti af íslenskri “menningu” í nú 16 ár, alveg síðan Gleðibankinn kom sá og lenti í 16. sæti 1986. Margir voru þá á einu máli að við myndum sigra keppnina auðveldlega. en annað kom upp á, þó lagið sé nú eitt hið besta sem keppt hefur fyrir Íslands hönd. En enda ég nú þennann pistil um Júríið, sem nú fellur í skugga “birtunnar” og Kosninganna (og ég vona að allir nýti kosningaréttinn btw.) en með von um góðar kosningar, og skemmtilegt Júró/kosningakvöld.
p.s. Einnig vil ég nota þetta tækifæri til þess að koma smá auglýsingu á framfæri:
Ef Einhver á gamlar Eurovision spólur 1997 og niðurúr, sem væri til í að lána mér til Kóperunar væri það vel þegið, og þeir geta þá sent mér póst hérna :)