Í byrjun var það svona: “Þann 30. september árið 1966 hóf Sjónvarpið útsendingar. Fyrst um sinn var einungis sjónvarpað tvisvar í viku, á föstudögum og miðvikudögum, en fljótlega var útsendingardögum fjölgað í sex en ekki var sent út á fimmtudögum. Þann 1. október 1987 hófust síðan útsendingar Sjónvarpsins sjö daga í viku”.(ruv.is)

Það sem sjónvarp hefur upp á að bjóða hér heima eru stöðvar eins og RUV, Stöð 2, Skjár einn, Bíórásin, Ómega, Pop tíví og Sýn, þá held ég að það sé upptalið. Við erum einnig með margar aðrar sjónvarpsrásir en þær fáum við í gegnum fjölvarpið, breiðbandið og gervihnattadiska.

RUV er ríkisrekið með skylduáskrift og selur auglýsingar. Sem gerir samkeppni alveg ótrúlega erfiða, auðvitað ætti ríkissjónvarpsrásin að vera ókeypis þar sem þeir eru með auglýsingasölu. Auglýsingasalan ætii ekki að bætast ofan á milljónirnar sem þeir fá í gegnum ríkið.

Stöð 2 er með áskriftarsjónvarp og er í beinni samkeppni við RUV, þeim hefur tekist ágætlega upp við það. Þá eru þeir með góða fréttastofu sem er með jafngott áhorf og fréttir á RUV, þrátt fyrir engan stuðning frá ríki.

Sýn er er íþróttarás sem á að höfða til íþróttaáhugamanna á Íslandi enda náðu þeir enska fótboltanum af RUV þar af leiðandi fengu þeir fleir áskrifendur.

Bíórásin er fyrir fólk með áhuga á bíómyndum, allan sólahringin á 2klst fresti.

Skjár einn er fyrir ungt fólk, er frítt og næst allstaðar, þeir eru stöðugt að ná alltaf fleiri og fleiri áhorfendur þar sem þeir eru með mikið af innlendri dagskrárgerð og mikið af góðum erlendum framhaldsþáttum. Skjár einn rekur líka fréttastofu sem tekur öðruvísi á málunum heldur en hinar tvær, og er góð viðbót.

Omega er trúarstöð sem er frí fyrir alla landsmenn og lifir hún á framlögum og auglýsingum.
Pop tíví er tónlistarsjónvarp eins og Mtv tónlist allan sólarhinginn.

Pælið í því hvað maður hefur það gott í dag…. Ég er búin að hafi mitt tv í hreinsun og ég hef ekkert haft að gera, en svona er þetta..