Ég þessari grein vil ég fjalla um uppáhaldsþáttinn minn. Málið er að þess þáttur heitir Farscape og er vísindaskáldsaga. Því miður hefur engin sjónvarpsstöð á Íslandi tekið að sér að sýna hann en vonandi breytist það. Hægt er að kaupa þessa þætti á DVD í 2001 og líklega í Nexus og einnig hef ég heyrt að einhverjar vídeóleigur séu með þá (held ég bónusvídeó en ég þori ekki að fara alveg með það).
Þættirnir eru framleiddir í Ástralíu af Brian Henson (sonur Jims Henson, - fyrir ykkur sem þekkið ekki nafnið - þá er það gæinn sem bjó til Prúðuleikana, Búrana o.m.fl). Þessir þættir hafa oft verið tilnefndir til verðlauna. Þeir unnu Saturn awards 2001.
Þættirnir fjalla um vísindamann að nafni John Crichton sem ætlar að sanna að það sé hægt að nota þyngdarafl jarðar til þess að fá geimflaugar til þess að komast hraðar. Í tilraunafluginu í geimskutlunni Farscape I mistekst eitthvað og hann dregst inn í ormagöng og lendir í einhvers staðar út í geimnum. Hann hefur ekki hugmynd hvar hann er staddur og auk þess er hann ekki þjálfaður geimfari (enda bara vísindamaður að reyna að sanna kenningu sína). Hann kynnist fullt af geimverum og eignast bæði vini og óvini. Besta við þessa þætti er að “góðu gæjarnir” eru ekki alltaf svo góðir þó þeir séu yfirleitt (ekki alltaf) skárri en þeir vondu. Plottið í þáttunum er alveg frábært og þeir batna alltaf eftir því sem lengra líður á þáttaraðirnar (fyrsta sería er góð, önnur er frábær en sú þriðja er algjör snilld… ég bara get ekki beðið eftir 4. seríunni). Allavega sýna kannanir að þetta sé sá vísindaskáldsöguþáttur sem flestar stelpur horfi á (þ.e. hlutfallslega horfa fleiri stelpur á þennan þátt heldur en aðrar vísindaskáldsögur - þó að strákarnir séu samt enn meirihluti áhorfenda). Þannig að þessir þættir ættu að höfða til fleiri aðdáanda en þessara venjulegu vísindaskáldsöguaðdáenda.
Ég læt þetta duga í bili, ég vona bara að einhver sem lesi þetta uppgötvi þessa snilldarþætti.
Kveðja A.
P.S. Nánari upplýsingar má finna á http://www.farscape.com og hér má finna fullt af farscape linkum: http://farscape.chorn.com/aboutus.html