Það eru 4 aðalpersónur í þáttunum og heita þær Jerry seinfeld(Jerry Seinfeld), George Louis Costanza(Jason Alexander), Elaine Marie Bennes(Julia Louis-Dreyfus) og Cosmo Kramer(Michael Richards). Seinna meir í varð Newman(Wayne Knight) reglulegur gestur í þáttunum.
Þessi þáttur er einna bestur fyrir þær sakir að hafa aldrei orðið væminn eins og til dæmis Friends. Aðalpersónurnar skipta um kærasta/kærustu eins og föt og það var sjaldgæft að þær persónur endust lengur enn einn þátt(nema kannski Susan sem George trúlofaðist).Ekki má gleyma hlutverki Supermans í þáttunum því að það var minnst á hann eða þá að hann sást einhvers staðar í hverjum einasta þætti. Þátturinn fjallar eiginlega ekki um neitt. Það er eiginlega það besta við hann.
Um þessar mundir er verið að endursýna Seinfeld á stöð 2 og ég er búinn að taka upp hvern einn og einasta. Mikið hefur verið talað um það hvort að þættirnir eigi að byrja aftur og ég hef ekkert nema gott um það að segja. En ef þeir byrja ekki aftur þá verð ég bara að horfa á gömlu góðu þættina til að rifja upp það fyndnasta sem sjónvarp hefur nokkurn tímann boðið upp á.
Will there ever be a boy born who can swim faster than a shark?