Nýjasta serían á stöð 2 er um unglingsár Supermans, enginn annar en Clark Kent! Mér fannst ég eiginlega skyldur til að horfa á þetta vegna míns gríðarlega áhuga á Lois og Clark þáttunum sem voru hér einu sinni á stöð 2. Ég tók upp mest alla þættina og horfði á þá mörgu sinnum. Ég var að vonast eftir að Smallville væri mjög líkt Lois and Clark þáttunum en svo er ekki. Víst eiga þættirnir eitthvað sameiginlegt en jæja, meira líkt Buffy þáttunum og Dark Angel, og kannski smá Dawson Creek.
Í hlutverki Clark Kents er Tom Welling, engin Lois Lane er í þáttunum sem er reyndar mikill missir en það er önnur stúlka Lana Lang og fer Kristin Kreuk með hennar hlutverk. Smallville væri ekki superman þáttur ef það væri ekki Lex Luthor, og auðvitað er hann í þáttunum og leikur Michael Rosenbaum hans hlutverk. Svo er enginn Perry White sem var ritstjóri á tímaritinu sem Lois og Clark unnu á-það er missir.
Í þáttunum sem eru nýbyrjaðir er Clark að uppgvöta hæfileika sína, hann er hinsvegar ekki kominn í Superman búninginn en hver veit, kannski einhvern tímann. Í fyrstu tvem þáttunum hefur hann bjargað tvem mannslífum, bæði bílslys. Vonandi verður það ekki í öllum þáttunum. Lex og Clark eru vinir núna sem er dálítið cool. Lex í smallvillle þáttunum er ekki baun líkur Lex í Lois and Clark
þáttunum.
Maður verður eiginlega að vona það besta í þessum þáttum og vona að stöð 2 fari að sýna Lois and Clark þættina aftur.
<B>Azure The Fat Monkey</B>