Survivor I var þáttaröð sem aldrei hafðis sést áður, fólk sent í óbyggðir og látið vinna ýmsar þrautir og svoleiðis. Áhorfið var alveg gríðarlegt í bandaríkjunum og þessi þáttur halaði inn milljónum vestanhafs. Þetta var virkilega frumlegt og lagði alveg grunnin að raunveruleika sjónvarpi. Survivor II, þessi þáttaröð var gerð til að gjörsamleg blóðmjólka raunveruleikasjónvarp, en það gekk ekki eftir því að hann var ekki eins vinsæll og sá fyrsti enda voru á þessum tíma komnir fleirri og öðruvísi raunveruleikaþættir. Survivor III, þessum þætti gekk svipað og þeim sem var á undan, fólk var samt alveg hætt að trúa að þetta væri alvöru en horfði á þetta uppá “funnið”. Survivor IV gengur ekki mjög vel þessa dagana, hann er nokkuð nýbyrjaður og verður spennandi að sjá hvort að hann nær eins langt og hinir þættirnir.
Það er náttúrulega löngu komið upp hvernig þessir þættir eru unnir og fólk sem trúir að þetta fólk séu bara ein á báti í óbyggðum er bara eitthvað skrítið. Jay Leno, David Letterman og fleirri spjallþátta stjórnendur hafa fengið til sín fólk sem hefur verið “voted off” úr þáttunum og ég man þegar ég sá einn slíkan. “Ég trúi bara ekki að einhver trúi að þetta sé alvöru, þeir sem vilja vita það þá eru eitthvað í krinum 100 manna tökulið og síðan annar eins slatti af fólki sem vinnur við það að koma upp þrautum og svona og passi að allt gangi vel. Á hverju kvöldi er hlaðborð fyrir starfsfólkið og keppendum velkomið að koma og fá sér að snæða, það þyrfti þó aðeins að halda í við sig vegna þess að það gæti litið undarlega út ef einhver myndi fitna á meðan á dvölinni stæði í ”óbyggðunum“.” Þetta er svona nokkurnvegin orðrétt það sem einn keppandi úr Survivor II seríunni sagði í David Letterman. Svo sér maður líka alveg að þetta er ekkert svona, konurnar eru t.d. alltaf rakaðar undir höndunum svo að eitthvað sé nefnt.
Athugið að þetta er einungis um mitt álit að ræða og það getur vel verið að þetta sé allt í alvöru, en ég bara trúi því ekki, því miður. Ég horfði reyndar svolítið mikið á þriðju seríuna og hafði gaman af, en það var líka í eina skiptið sem ég horfði á þetta´. Ég hafði hugsað mér að horfa á fjórðu seríuna en ég bara nennti ekki að horfa á fólk byrja allt uppá nýtt og svo framvegis. Ef það kemur fimmta serían þá mun ég sennilega missa allt álit af amerískum þáttaröðum.
Kveðja Otti
P.S ef það eru einhverjar stafsetningavillur í þessu þá endilega leiðréttið mig :Þ
“He's not the Messiah! He's a very naughty boy” - Terry Jones, Life Of Brian