Fimmtudagar eru án efa dagarnir með skemmtilegustu sjónvarpsdagskránna og það er allt Skjá einum að þakka.
Ég meina, fyrst er Malcolm In The Middle sem er bara besti þáttur allra tíma, það bara klikkar ekki að í einhverju atriði í hverjum þætti þá liggur maður í hláturskrampa.
En ef við höldum áfram, þá er Two Guys And A Girl sem eru svosem ágætir, mjög gaman að horfa á þá þegar maður hefur ekkert annað að gera.
Svo á eftir því er Everybody Loves Raymond sem ég er ekkert sérlega hrifinn af, ég hlæ voða sjaldan yfir þessum þáttum en hey, þau eru að reyna og það ætti að gefa þeim plús fyrir það.
Og síðast en ekki síst þá má ekki gleyma að minnast á King Of Queens sem er geðveikt fyndinn þáttur, ekki hægt að segja neitt annað.
En allavega, vildi bara deila þessari skoðun með ykkur hugafólkinu.
Kveðja : Skari2