Það var þáttur a skjáeinum sem hét Small Town X og hann gekk út á það að það voru fenginn 10 eða 12 einstaklingar til þess að rannsaka morð sem gerist í smábæ í Bandaríkjunum.
Þetta er allt saman mjög svipað Survivor en samt ekki því fólk fær að borða og fá þak yfir höfuðið á sér.
Þau fengu að rannsaka mál þar sem 3manna fjölskylda sé myrt og þau eiga að reyna að fara í leik þar sem morðinginn ræður hvernig leikurinn fer framm.
Þegar þau komu voru 10 manns ef ég man rétt orðinn grunuð og þau áttu að reyna að sanna sekt þeirra og fengu x mikinn tíma til þess
Það voru leik reglur sem voru þannig að þau fengu einhver svört umslög sem inn í voru tvö kort af einhverjum stöðum í bænum og það var alltaf kosinn teamleader sem átti að stjórna öllu í eina viku og honum mátti ekki fórna og varð hann að vera inni þessa heilu viku sem hann réð.Með þessi svörtu umslög þá átti hann að senda tvö út á þessa staði og annar myndi snúa við en hinn yrði drepinn og sá sem mundi snúa við mundi snúa við með rautt umslag sem mundi innihalda mynd af einum af þessum 10 einstaklingum sem voru grunaðir og hreinsa hann af allri sök.
Svona gekk þetta þangað til að tveir voru eftir ef ég man rétt.
Liði fékk allskonar græjur og dót til þess að rannsaka morðin og ef ég á að segja satt þá væri ég alveg til í það að fara í eitthvað svona dæmi og leika mér með svona dót og að fá að rannsaka svona morðmál.Sumar aðferðirnar vor ógeðslegar eins og til dæmis þurftu tveir að grafa upp lík sem var löngu búið að jarða og kistan var full af vatni og þeir þurftu að stinga hendinni ofan í vatnið og þreifa eftir líkinu og það var frekar spúki.
Þetta var ágætis afþreying en samt þá var þetta ekkert uppáhald hja þér en mér fannst einn og einn þáttur góður og ég veit að það er einhver sammála mér um það.
KV