Jæja… fyrsti þáttur lofaði góðu, mér fannst að vísu eins og þetta væri allt á fast-forward miðað við bókina. En miðað við að þetta er low-budget dæmi verð ég að segja að efnið komst þokkalega til skila. Þó geldur dýpt í persónum og sögunni mikið, enda kannski ekki við öðru að búast þegar svona verk sett í sjónvarpsbúning. Ég mæli með að allir lesi sögurnar, þetta eru snilldarbækur, líklega í hópi bestu vísindaskáldsagna frá upphafi.
Merkilegt hvað þetta er líkt því sem maður ímyndaði sér í bókunum, fyrir utan ormana sjálfa (Þeir hafa 3 kjálka í bókunum ef ég man rétt) og Ornithopters, ég sá flugvélarnar líkari leðurblökuvængjum. Og Fremen eru alltof snyrtilegir og vel rakaðir, miðað við virðingu þeirra við vatni ;)

J.