14:45 - Em í handbolta.
Bein útsending frá evrópumeistaramótinu í handbolta, liðin sem öttu kappi voru Ísland og Júgóslavía. Já, Ísland vann ! Ekki það að ég hafi eitthvað vit á handbolta, hvað þá áhuga en ég samt glaður yfir sigri Íslands.
17:05 - Leiðarljós (Guiding Light)
Eldgömul amerísk sápuópera, byrjaði sem útvarpsþættir. Tóm vitleysa, getur þó verið gaman að þessu. Dæmi eru um að fimmtugar kerlingar hreinlega slefi yfir þessu og taki hvern þátt upp á myndband.
17:50 - Táknmálsfréttir
Fréttir fyrir heyrnalausa fluttar á táknmáli.
18:00 - Disney stundin
Ég hef því miður ekki séð þetta :\ En ég er viss um að krökkunum finnist það skemmtilegt.
18:45 - Víkingalottó
Lottó, svei. Greyið fólkið sem eru að versla þetta í hverri vikur, það eru meiri líkur á að það verði fyrir eldingu en að það vinni í þessu. Peningasóun.
19:00 - Fréttir, íþróttir og veður
Maður verður nú að fá fréttir. Fréttastofa rúv flytur ágætis innlendar fréttir og hermir eftir erlendum fréttastofum með erlendarfréttir, fær “lánað” efni. Mjög gott að fylgjast með fréttum en það er í öfgum hjá sumu fólki, oft sérstaklega því sem er yfir fertugt.
19:35 - Kastljósið
Spjallþáttur, crewið fær til sín gesti og spyr það spurninga. Svolítil vitleysa og fer oft út í rugl, alltaf sama pakkið sem kemur. Frekar yfirborðsleg umræða.
20:00 - Bráðavaktin (ER)
Læknadrama í sinni bestu mynd. Það er greinilega erfitt að vera læknir á bráðamótöku í stórborg og margt gengur á. Þetta er orðið frekar þreytt og er ég löngu búinn að gefast upp á þessu.
20:55 - Út í hött (Smack the pony)
Breskur gamanþáttur prýddur þokkalegum konum sem láta ekkert kyrt liggja. Oft fyndið, oft ekki og oft barnalegt/fáránlegt.
21:25 - Mósaík
Menningar og listaþáttur í stjórn Jónatans Garðarsson. Hmm, ágætis mellingur, tekur sig of hátíðlega. Hef ekki horft mikið á þetta. Mætti breikka “menningarfaðm” sinn, menning er ekki bara fáránlegur dans og miðaldra kerlingar.
22:00 - Tíufréttir
Aftur fréttir.
22:15 - EM í handbolta
Völd brot úr leik íslands og júgóslava fyrr í dag. Óskaplega leiðinlegt og fáranlegt sjónvarpsefni (endursýnd brot úr handboltaleik??wtf) á kolröngum tíma. Svona á að vera um nætur eða á sunnudagsmorgnum.
22:45 - Gettu Betur úrslit 1999
Jæja, nú er verið að endursýna Gettu Betur, nógu var það nú leiðinlegt í beinni útsendingu. Í þessum þætti utu MR og MH kappi og spyrjandi var Logi Bergmann Eiðson.
00:10 - Kastljósið (endursýnt)
Kastljósið endursýnt. Bölbvuð vitleysa. Jæja, rúv er í fjárhagskröppum og þetta verður því að afsakast.
00:30 - Dagskrálok
Ég er ekki par ánægður með sjónvarpið í dag og að þeir skuli neyða fólk til að borga gjald fyrir þetta er glæpur. Fuss og svei, já, það er miðvikudagur en það er engin ástæða til að hlaða svona leiðinlegu sjónvarpsefni í tækin.
Mortal men doomed to die!