Ég er voðalegamikið fyrir það að rifja upp gamla sjónvarpsefnið sem maður var hooked á í gamla daga.
Það muna nú allir eftir Dallas þáttunum.Það var nú ljóta vælið.Maður var vanur að horfa á það með stóru systir sinni og maður man vel hvað hún tók þetta inn á sig þegar eitthvað slæmt gerðist.Svo þegar þátturinn var búin þá var hringd í vinkonurnar og talað um það hvað gerðist og hver er sætastur og blablabla.
Ég man vel eftir þáttunum Who´s the boss með Tony Danza ef ég man rétt.Það voru ágætis þættir.Litla stelpan sem lék í þeim hún Alyssa Mílano sem ég var mjög hrifin af (sem sagt hvolpa ást)Hún var eina ástæðan að ég horfði á þættina en ef maður hugsar tilbaka þá voru þetta bara ágætisþættir.Svo var það náttúruleg þættirnir spencer ef ég man rétt.Það voru uppáhaldsþættirnir mínir.Var það svo ekki sledgehammer líka ég man hreinlega ekkert eftir þeim en who cares.Hmm hvað svo já alveg rétt hvernig gat ég gleymt því Hunter og DeeDee,þið munið eftir þeim er það ekki.Það var nú flottir þættir.Maður var gjörsamleg límdur við imbann þegar þeir voru á en svo tók ég þá fyrir tveimur árum og þá var þetta bara bull og vitleysa.Svo má náttúrulega ekki gleyma Alf þáttunum það var bara snild.Þeir voru sýndir í fyrra á sky dæminu og maður hafði ennþá gaman af honum þessir þættir voru bara snilld og ég væri alveg tilbúin að horfa á þá alla aftur og ég ætla að reyna að senda Skjá 1 email og reuna að fá þá til þess að byrja að sýna þá aftur.Hvernig líst ykkur á það?
jæja þá man ég ekki eftir meira en endilega komið með fleiri þætti ef þið munið eftir einhverju.
P.S Kíkið á heimasíðuna mína og skrifið í gestabókin.
KV