Emmy verðlaunin voru haldin fyrir stuttu svo ég skrifaði smá um tilnefningar, sigurvegara og skoðanir mínar á þessu.
Outstanding Comedy Series:
Tilnefndir voru:
“30 Rock” Sigurvegari
“Ugly Betty”
“The Office”
“Two and a half men”
“Entourage”
Ég var frekar viss um að “Ugly Betty” myndi vinna og hélt líka með henni. Ég hefði líka verið ánægður ef að “Two and a half men” hefði unnið, ég hélt líka að “The Office” ætti möguleika en vonaði að “Entourage” myndi ekki vinna. Ástæðan var að ég hef aldrei fílað þessa þætti. Ég hafði aldrei séð þátt af “30 rock” en ætla að reyna að fylgjast með því.
Outstanding Drama Series:
Tilnefndir voru:
“Boston Legal”
“The Sopranos” Sigurvegari
“Grey's Anatomy”
“Heroes”
“House M.D.”
Af þessum tilnefningum var mér alveg 100% sama hver ynni. Þetta eru allt þættir sem ég annaðhvbort fíla eða veit að hafa verið vinsælir af nógu góðum ástæðum. The Sopranos var tilnefnt í svo mörgum flokkum að það var hálf útilokað að þeir ynnu ekki ein verðlaun. Heroes hafði ég byrjað að horfa á í miðri seríu og hætti fljótlega því ég hafði ekki náð sögunni almennilega.
Outstanding made for television movie:
Tilnefndar voru:
“Bury my heart at wounded knee” Sigurvegari
“The Ron Clark story”
“9/11: The twin towers”
“Longford”
“Why i wore lipstick to my mastectomy”
Ég hafði aðeins séð eina mynd af þessum tilnefndu og það var The Ron Clkark Story. Ég leit á hana þegar hún var sýnd á Stöð 2 vegna þess að vinurinn Matthew Perry lék í henni. Þetta reyndist hin besta mynd og hefði hún alveg átt skilið verðlauninn
Outstanding Miniseries:
Tilnefndir voru:
Broken Tail Sigurvegari
Prime Suspect: The final act
The Starter wife
Hef ekki séð neitt um þetta en veit að sigurvegarinn var eitthvað um kúreka 1892
Outstanding Lead actor in a Comedy Series:
Tilnefndir voru:
Ricky Gervais fyrir “Extras” - Sigurvegari
Alec Baldwin fyrir “30 Rock”
Steve Carell fyrir “The Office”
Tony Shalhoub fyrir “Monk”
Charlie Sheen fyrir “Two and a half men”
Þegar ég sá þessar tilnefningar hugsaði ég bara ekki Carell, ég bara þoli ekki þann leikara af einhverjum ástæðum. Sheen eða Shalhoub hefðu verið sigurvegarar hefði ég fengið að ráða en ég hef náttúrulega ekki séð hina tvo.
Outstanding lead actor in a drama Series:
Tilnefndir voru:
James Spader fyrir Boston Legal - Sigurvegari
James Gandolfini fyrir The Sopranos
Hugh Laurie fyrir House
Denis Leary fyrir Rescue Me
Kiefer Sutherland Ef fyrir 24
Mér finnst þetta bara vera fínt hver vann. Ef ekki James þá hefði það verið Laurie. Það yrði eiginlega síst Sutherland því mér finnst 24 bara ekkert spennandi lengur. Það er að verða eins og Die Hard myndirnar.
Outstanding lead actor in miniseries or movie:
Tilnefndir voru:
Robert Duvall fyrir Broken Trail - Sigurvegari
Matthew Perry fyrir The Ron Clark Story
Jim Broadbent fyrir Longford
William H Macy fyrir "Nightmares and Dreamscapes: From the Stories of Stephen King
Tom Selleck fyrir Jesse Stone: Sea Change
Perry hefði nú átt skilið að vinna en þetta voru nú allt góðir og þekktir leikarar svo að mínu mati er þetta í lagi.
Outstanding lead actress in a comedy Series:
Tilnefndar voru:
America Ferrera fyrir Ugly Betty - Sigurvegari
Tina Fey fyrir 30 Rock
Felicity Huffman fyrir Desperate Housewives
Julia Lois-Dreyfus fyrir The New adventures of Old Christine
Mary-Loise Parker fyrir Weeds
Hjá mér kom ekki annað í mál að einhver önnur en America myndi vinna. Felicity hefði þó alveg verið í lagi yrir Desperate Houswives. Bara 100% Sáttur
Outstanding lead actress in a drama series:
Tilnefndir voru:
Sally Field fyrir Brothers and Sisters - Sigurvegari
Patricia Arquette fyrir Medium
Minnie Driver fyrir The Riches
Edie Falco fyrir the Sopranos
Mariska Hargitay fyrir Law & Order: Special Victims Unit
Kyra Sedgwick fyrir The Closer
Þetta eru allt ágætar leikonur sem hafa alveg rétt til að fá verðlaunin og er bara alveg sama hver hefði fengið Emmy
Outstanding lead actress in a Miniseries or Movie:
Tilnefndar voru:
Hellen Mirren fyrir Prime Suspect: The Final Act- sigurvegari
Queen Latifah fyrir Life Support
Debra Messing fyrir The Starter Wife
Mary-Louise Parker fyrir The Robber Bride
Gena Rowlands fyrir What if god were the sun?
Mirren, Messing og Queen Latifah eru nú allar frægar leikkonur og þó ég hafi ekki séð þessa þætti og myndir er ég viss um að Helen Mirren hafi staðið sig vel í hlutverki sínu
Þetta eru svona aðalverðlaunin sem veitt voru á hátíðinni. Ég vona að þessi grein hafi verið í lagi.
Pink Pajamas