SkjárEinn Þessi sjónvarpstöð hefur verið í gangi frá árinu 1999, hún hefur skemmt landsmönnum með skemmtiþáttum eins og Cheers, Family Guy, Boston Legal og margir margir fleiri. Þeir hafa líka sýnt sápur eins og OC og One tree hill.

Mér hefur alltaf líkað ágætlega við þessa stöð en það eru alveg óendanlega margir hlutir sem að pirra mig og flesta við þessa stöð. Núna eru þessir hlutir orðnir fleiri en nokkurn tíman áður.
Núna í sumar var virkilega léleg dagskrá en það er alltaf svoleiðis það eru varla neinir góðir þættir í gangi á sumrin. Einn þáttur sem var sýndur 4-5 sinnum í viku, allt árið um kring, tengdi Íslendinga við pólitík og slúður í Bandaríkjunum og var alltaf jafn fyndinn. Sá þáttur er að sjálfsögðu The Tonight Show (Jay Leno). Núna um helgina ákváð stjórn Skjás Eins að hætta sýningar á þessum frábæra þætti. Sýningar á þættinum hætta núna um mánaðarmótin. Þetta finnst mér alveg fáránlegt. Þassi maður er að mínu mati einn fyndnasti maður í heimi.

Þetta er einn af þáttunum sem Skjáreinn hefur sýnt nánast frá upphafi. Skjáreinn heldur því fram að áhorf á þættinum væru að minnka. Það er alveg skiljanlegt en maðurinn er að fara að hætta 2009… Hvernig væri að þrauka það að sýna besta spjallþátt í heimi í eitt ár í viðbót?

Þrátt fyrir að Skjáreinn sé oft með skemmtilega þætti sérhæfa þeir sig í virkilega lame og löngu dauðum þáttum. Þættir eins og Will og Grace, það er alveg fólk sem horfir eitthvað á þetta en hver nennir að horfa þátt um rauðhærða konu og homma í 8 seríur? Og ég fatta algjörlega ekkert í því að vera með nýja þáttinn með konunni úr Will og Grace, The Starter Wife, horfir einhver á þetta? Ég æli við að sjá auglýsinguna.

Messing leikur Molly Kagan, ofdekraða eiginkonu kvikmyndaframleiðanda í Hollywood. Hún lifir hinu ljúfa lífi innan um stjörnurnar, fer í allar flottustu veislurnar og fær bestu sætin á vinsælum veitingastöðum. En líf hennar breytist á augabragði þegar eiginmaðurinn hringir rétt fyrir 10 ára brúðkaupsafmælið og tilkynnir henni að hjónabandinu sé lokið. Snobbliðið í Hollywood snýr baki við henni og jafnvel vinirnir eru ekki eins traustir og hún hélt. Hún er komin á svartan lista og er hvergi velkomin. Nú verður hún að hefja nýtt líf og finna sjálfa sig á ný eftir að hafa verið undirgefna eiginkonan í tæpan áratug.
Þetta er það sem stendur um þáttinn á skjarinn.is.

Hver vill ekki horfa á ofdekraða konu að byrja nýtt líf án eiginmanns? Hversu hallærislegur getur þáttur verið? Og kommon er ekki Survivor löngu dautt? 15 sería, ég man að maður fór alltaf poppaði popp sast fyrir framan sjónvarpið, þetta var svona siður fyrstu 3 seríurnar, maður fylgdist svona aðeins með þessu næstu þrjár og einhverjir héldu áfram að horfa aðeins lengur. Afhverju að sóa pening í að sýna 15 seríu af survivor einum sólarhring á eftir Bandaríkjunum ef að fólk nennir ekki einu sinni að horfa á þáttinn lengur, fólk veit nákvæmlega hvað er að fara að gerast. Það er ekki hægt að horfa á sömu spennumyndina 15 sinnum án þess að leiðast.

Síðan er alltaf verið að sýna þessa auglýsingu þar sem er verið að kynna vetrardagskránna. Afhverju sýna þeir bara lélegustu þættina í þessari auglýsingu? Það vill enginn vita hvort að margauglýstur óendanlega hallærislegar þáttur með Debra Messing verði sýndur, afhverju segja þeir ekki frekar hvort að þeir sýni næstu Boston Legal seríu eða 3 seríu af the Office.

Ég vil benda á það að þessi grein er byggð á mínum skoðunum og ef þið hafir öðruvísi skoðanir bið ég ykkur um að láta ekki barnalega og svara án skítkasts.