Nú er komið að minni fyrstu grein á sjónvarpsefna áhugamálið. Ég ætla að skrifa um sjónvarpsvikuna mína og segja frá því á hvaða þætti ég horfi á. Ég allavega, hef aldrei séð svona grein áður þannig að vondandi má ég kalla sjáfan mig frumkvöðul. Ég ætla að vona að þið hafið gaman af þessari grein og þið megið gjarnan gera sjálf svona greinar. Svona svo að þið teljið mig ekki alveg hooked við sjónvarpið þá ætla að ég koma því að framfæri að þessi grein stennst ekki alveg við raunveruleikan heldur er hún vísindaskáldskapur. Nei djók, en allavega þá er það mjög misjafnt hvað ég horfi á og ég horfi aldrei á alla þessa þætti á einni viku…
Mánudagar
Ég ætla að byrja á mánudögum því ég vil líta á þann dag sem byrjun vikunnar, maður mætir aftur í skólan og svona, en já…Á mánudögum horfi ég voðalega lítið á sjónvarp yfir daginn nema þá kannski Game Tíví og One Tree Hill endursýningar á Skjá1. Þ.e.a.s. ef að ég hef ekki séð þá áður. Ég reyni síðan að horfa á Simpsons og Strákanna á stöð2 en óheppileg tímasetning (er oft í íþróttum þegar Simpson er sýnd) hindrar það stundum. Þegar ég er búinn að borða kveldmatinn þá kemur að því að velja á milli O.C. og Grey’s Anatomy en verður það síðarnefnda oftar fyrir vilunu og er þá horft á endursýningu O.C. daginn eftir. Annað á mánudögum er ekki horft á nema stundum kemur það fyrir að maður horfi á That 70’ show þó að mér finnist hann svoldið fyrirsjáanlegur enda er ég örugglega búinn að sjá alla þætti sem hafa verið sýndir. Ekki má gleyma Lífsháska á Rúv sem að ég missi helst aldrei af, þó að ég bæði hati og elski þennan þátt.
Þriðjudagar
Á þriðjudögum er mikið af gera hjá mér og lítið horft á sjónvarp. Maður reynir að ná simpsons fjölskyldunni og Strákunum góðu en það tekst ekki alltaf. Það er ekki fyrr en um níu leitið sem að ég ger horft á sjónvarpið almennilega og þá er það stöð2 sem að ræður ríkjum, ég myndi frekar skera af mér fingur en að þurfa að horfa á þætti eins og Mæðgurnar, How Clean is Your House, Too Posh to Wash og Innlit/Útlit. Það sem ég horfi á á stöð númer tvö er Las Vegas, Prison Break, The Robinsson og 24. Allavega ef að ég þarf ekki að læra eða gera einhvern annan álíka tilgangslausan viðbjóð J .
Miðvikudagar
Á miðvikudögum horfi ég ekki sjónvarp. Allavega sjaldan og á fáa þætti. Ég næ oftast að sjá simpsons og strákanna en annars eru það The Drew Carey Show (e) og American Next Top Model sem að ég horfi á. Ekki spyrja mig afhverju ég horfi á American Next Top Model (ég var ekki alinn upp sem stelpa af geðsjúkum foreldum mínum).
Fimmtudagar
Fimmtudagar eru miklir sjónvarpsdagar, ef að maður hefur tíma. Despeate Housewifes 2 á Rúv alltaf gaman að horfa á með mömmu sinni J. Klassadagskrá á Skjá 1, Game Tíví og Family Guy svo ekki sé fleira nefnt. Ágætis þættir í boði á stöð2 líka, Life On Mars og How I Met Your Mother ágætis þættir líka. Síðan reynir maður að sjá Jay Leno líka sem oftast enda ekki viðræðuhæfur daginn eftir ef að maður sá ekki Jay Leno.
Föstudagar
Ef að ég á að segja eins og þá er Rúv aldrei neitt sem að hægt er að horfa á á föstudögum. Það er alltaf einhvern fjölskyldumynd frá árinu 1990 um bandaríska fjölskyldu sem býr á sveitabæ og er að verða gjaldþrota og tekur þátt í einhverri keppni þar sem verðlaunin eru akkúrat peningurinn sem þau þurfa til að forðast gjaldþrot og auðvitað vinna þau, en hvað um það. Á föstudögum horfi ég þátt úr nýjustu Simpsons seríunni, Two and a half man, Stelpurnar og The Beauty and the Geek á stöð2. Síðan ef að það kemur fyrir að það er áhugaverð mynd á stöð2 þá er horft á hana. Þetta þarf þó ekki að endurspegla hvern föstudag, ég fer oftar í félagsmiðstöðina eða eitthvað annað. Ef að ég er latur eða veikur eða eitthvað annað þá er horft á sjónvarpið.
Laugardagar
Á laugardögum horfi ég ekki mikið á sjónvarpið nema það sé góð bíómynd á stöð2 um kvöldið. Annnars horfi ég kannski á endursýnt efni á skjá1 eins og Top Gear A. Next top model, Yes Dear, Acorrding to Jim og aðra svona típíska bandaríska gamanþætti.
Sunnudagar
Á sunnudögum er ég örugglega alltaf að læra en á kvöldin þá er horft á Cold Case frá 20:35 til 21:00, Boston Legal 21:00 til 21:50 og Into The West frá 22:05 til 23:30. Annað held ég að ég horfi ekki á.
Jæja þá er þetta komið. Þetta þarf eins og ég sagði í byrjun ekki að endurspegla venjulega viku enda alltaf misjafnt eftir því hvað er að gerast hjá manni. Ég held að ég hafi minnst á flesta þætti sem að ég hef gaman af á Rúv, stöð2 og Skjá 1 en ég horfi líka á mikið í tölvunni og stundum á Sýn eða Sirkus. Maður skreppur líka oft út að gera eitthvað svo að það er ekki alveg að marka þessa grein.