Núna var ég að enda við að horfa á þessa nýju íslensku sakamála þáttaröð. Ég hef horft á alla þættina 3 og var að vonast til þess að núna væru við íslendingar að taka skrefið í átt að eitthverju öðru en “sketcha” þáttum, eins og spaugstofuni, stelpunum og áramótaskaupinu. Núna settist ég niður til þess að horfa á 3 þætti með samantvinnuðum söguþræði og hvað gerist.
Ég hef kannski ekki mikið umboð til þess að segja mikið um hvað eða hvernig á að gera hlutina en
þetta varð síðan mitt álit.
Þessir 3 þættir voru ástarsaga falin sem sakamála saga, full af characterum sem héldu að þeir væru að leika fyrir gömlu þöglu myndirnar með svipbrigðum og ofleik sem eiga vel heima í þeim eða leikhúsi en þetta var ekki að gera sig á skjánum. Persónusköpun í þáttunum var lítil sem engin og var mér nett sama um alla í þáttunum þar sem maður fékk aldrei að kynnast þeim neitt í gegnum alla 3 þættina. Sá sem að er fastastur í hausnum á mér er Kjartan að leika “coronerinn” gerði það vel :D annars liðu þessir þættir í gegn án þess að taka mann á nokkurn stað eftir hvern þátt, maður vissi að eitthvað hefði gert en þar sem maður vissi ekki hvert hlutirnir áttu að fara var maður dáldið í lausu lofti. Var ég að horfa á sakamála þátt, lögfræði drama um heimilerjur, eða ástarsögu… hvert er ég að fara með þessu.
Síðan núna í þessum loka þætti er þessu eitthvernveginn skellt aftur eins og þau hafi bara þurft að ljúka þessu, maður hefur ekki hugmynd um hvað kom fyrir norska gaukinn eða jóa eða pabban, skuldini var bara hent á mömmuna, löggan labbar inn í húsið og síðan í næstu senu fær hetjan okkar umgegnisrétt á krakkanum sínum og keyrir elskuni sinni á völlinn.
Thumbs up fyrir íslendingum að byrja að gera þætti sem hafa gangadi söguþráð en við skulum bara muna eftir söguþræðinum næst.
með ósk um að bið gerum betur næst.