Jæja, ég get ekki setið á mér og beðið eftir spjallþáttaáhugamáli heldur pára ég bara þessa litlu grein niður.
Ég get ekki annað en tjáð mig um vonbrigði mín með Skjá Einn þegar Conan O´Brien var tekinn af skjánum. Án efa frumlegasti spjallþátturinn sem Íslendingar hafa fengið að sjá. Það er greinilegt að fólk gat ekki horft aðeins lengur á spjallþáttastjórnandann með rauða hárið og skræku röddina og vanist því. Hann fór meira að segja í taugarnar á mér aðeins fyrst en nú vil ég kalla mig hans helsta aðdáenda (allavega á Íslandi). Nei, Conan var ekki nógu mainstream fyrir Skjá Einn, sjónvarpsstöð sem heldur úti hardcore-fjármála þætti og gefur Sindra Kjartanssyni peninga í tíma og ótíma til að búa til þætti eins og Konfekt og Taxi (ekki að lasta manninn né þættina heldur að benda á að þessir þættir séu ekki mainstream fyrir fimmaura).
Viðtölin hjá Jay Leno eru lítið fyndin miðað við Conan og Letterman, Skjár Einn þarf að gera eitthvað í málunum. Ég vil biðja alla Conan-aðdáendur að skrifa sitt álit hér ásamt því að senda dagskrárstjóra Skjás Eins ábendingu, ég legg trú á að það sé: dagskra@s1.is (er samt ekki alveg viss, vefmál stöðvarinnar eru meira en lítið í ólagi, allt þeirra virðist vera á Strikinu, annars er ekkert mál að komast að því).
Ps. Hugi, spjallþáttaáhugamál takk.