Mig langar mikið til að vita hvort að einhverjir bíla/vélaþættir séu á leiðinni á einhverjar af Íslensku sjónvarpstöðvunnum?
Þá er ég ekki að tala um mótorsport eða Mótor á S1… Heldur erlenda þætti s.s.

Top Gear(5th Gear)
Monster Garage
American Chopper
Pimp My Ride
Scrapheap

Allir þessir þættir eru reyndar á Discovery nema Pimp My Ride. En mig langar mjög mikið að sjá einhverja góða bílaþætti ánþess að þurfa að kaupa mér gervihnattardisk sem kostar alveg slatta.. Ég
veit að það er hægt að ná í flesta af þessum þáttum á netinu en það eru ekkert nógu góð gæði. Er einhver leið á að fá einhverja af þessum þáttum í Íslenskt sjónvarp þó það sé ekki nema nokkrar
seríur.. Einu nýju þættirnir núna í sjónvarpi eru einhverjar sápuóperur mér finnst alveg vanta einhverja þætti fyrir þennan hóp áhorfenda(bíladellukalla/kvenna)
Ef að einhver þáttur ætti að koma þá myndi ég vilja fá einhverja stöð byrja að sýna Top gear(5th gear) frá uppruna allt frá fyrstu þáttunum að myndunum s.s. Head To Head.
Nú ætla ég að koma með smá lýsingar á þáttunum.

Top Gear(5th Gear):
Í þessum þætti þenur Jeremy Clarkson flottustu og kraftmestu bíla í heimi ásamt hjálpar mönnum allstaðar frá allt frá Formula eitt ökuþórum til Mótorhjóla kappa. :)

American Chopper:
Móturhjólaþáttur þarsem þeir byggja frá scratchi, þetta eru svokölluð Chopper mótórhjól, Amerískara gerist það ekki :) Aðal þáttastjórnendur eru feðgar. Þeir heita Paul Sr. Hann er aðalkallin í
þessu öllu. Paul Jr. Hann er sonur Paul Sr. og gerir eiginlega flest þarna. Svo er bróðir hans Mikey sem að er “Phone-answerer and trash taker-outer and so much more.” semsagt ræstitæknir og ritari
í senn :) þetta eru þrjár aðalpersónurnar svo er einn æskuvinur Pauls sem hjálpar mjög mikið svo eru tveir aðrir sem gera ekki það mikið.

Monster Garage:
Þessum þætti stjórnar Jesse James og velur oftast 5 manna lið til að gera eitthvað ákveðið tildæmis í einum þættinum þurfa þeir að breyta VW bjöllu svo að hún geti sylgt og það er mjög flott þegar
þeir framkvæma það. Fyrir þá sem kannast við Pimp my Ride þá er þetta sá þáttur á sterum… … Sterkum sterum :)

Pimp My Ride:
Persónulega þá horfi ég bara á þennann þátt útaf bílunum ég spóla oftast yfir fyrsta partinn og að því þegar þeir eru komnir með bílinn á verkstæði þarsem mórallinn í þessum rappara fer mjög í
taugarnar á mér.. En annars þá er þetta þáttur sem rapparinn X Zipit stjórnar og líkar mér ekki mórallinn í þessum gaur þar sem hann er alltaf með einhverja stæla um hve flotta bíla hann eigi sem
er bara óbreyttur hummer með rosastórar bling-bling felgur og fleiri aukahluti í þeim stýl :) en best að snúa sér að þættinum sjálfum, þessi þáttur er þannig að fólk getur sent in umbeiðni til
Xzipit og látið mynd af ljóta bílnum þeirra.. Ef að Xzipiti lýst vel á ljóta bílinn þá taka þeir hann til sín og breyta honum án kostnaðar hjá eiganda.. þeir breyta oft græjum og innréttingum og
sprauta bílana næstum alltaf.. Þennann þátt dýrka ég strax og ég er búinn að spóla að partinum þegar rapparinn er horfinn og East Coast Custom gaurarnir hefjast handa. Þeir eru mennirnir bakvið
þetta allt þetta eru tærlega snillingar hver kann sitt fag mjög vel.

Scrapheap:
Þennann þátt kannanst ég lítið við og hef bara séð 2-3 þætti. Þarna þá eru tvö lið og lögð er fyrir þá þraut.. t.d. að keyra upp einhverja hæð. Þá fara liðin á Ruslahauga og byggja bílana úr drasli
sem þeir finna þar. Mjög góðir þættir en ég hef lítið um þá að sega vegna þess hve lítið ég hef horft á þá.

Vona að þið njótið þessarar greinar og ég vil biðja fyrigefningar á öllum stafsetningarvillum.