Hey, ég var að pæla hvort það sé ekki einhver hér með Big Brother æði, þetta eru geðveikir þættir en ég held ekki að þeir séu með íslenskt Big Brother, þetta er sko um allan heiminn, í löndum sem hafa efni á svona dóti. Ég bý í Svíþjóð og er að fylgjast með þessu hér, svo hef ég séð á breiðvarði brot úr enska, ungverska og þýska Big Brother.
Fyrir ykkur sem að vitið ekki hvernig þetta virkar þá er það allavegana þannig að fullt af fólki er sett í eitt hús einhversstaðar, svo þarf þetta fólk að lifa saman í þessu húsi án þess að fara út úr því, þau þurfa einnig að ráða við einhverja þraut á einni viku, til dæmis var Sverige vecka eða Svíþjóðar vika um daginn þar sem allir áttu að gera þrautir eins og að klæða sig í sænskum fötum, gera sænska hluti og flagga sænska fánanum. Á fimmtudögum eru svo life - sendingar úr húsinu þar sem kemur í ljós hvort fólkinu í húsinu hefur tekist að fylgja þrautunum, ef þau gátu það fá þau peningaupphæð, svo er líka á kveðin þraut sem þau eiga að gera innan við einhvern tíma í life-sendingunni og ef þeim tekst það þá fá þau líka ákveðna peningaupphæð.
Hver einasta manneskja í húsinu þarf svo að gefa stig sín með því að fara inn í lítið herbergi með myndavél, þar segir manneskjan svo hvaða einstaklingi í húsinu hún gefur 1 stig, 2 stig og 3 stig, þær manneskjur sem fá yfir einhvern ákveðinn stiga fjölda er tilnefnd til að vera sparkað útúr húsinu og þessar stiga gefningar eru líka sýndar í life-sendingunni á fimmtudögum, eftir fimmtudaginn getur fólkið í landinu kosið einhvern af þeim sem var tilnefndur til að fara útúr húsinu með því að hringja ákveðið númer, á næstu life-sendingu (fimmtudaginn eftir) er kemur svo í ljós hver á að fara útúr húsinu, þannig að það er alltaf tilnefningar annan hvorn fimmtudag og útköstun annanhvorn fimmtudag.
Núna eru einnig 7 manneskjur eftir hér þegar ég skrifa þetta (1 apríl, fimmtudagur) en það á að vera kosin út manneskja í kvöld og það getur verið einhver af 6 manneskjum, því að fólkið svindlaði nefninlega í síðustu viku með því að tala um tilnefninguna, það þýðir að allir þeir sem hafa talað um tilnefninguna verða tilnefndir og það var núna allir nema einn maður.
Ég ætla að vona að Íslendingar taka þetta upp einhvern tímann, þetta inniheldur tengsl milli fólks þarna inni og hvernig þau rífast eða byrja saman og þetta er sýnt hvern einasta dag í sjónvarpinu hér í Svíþjóð.
Kv. StingerS