Mín skrif helgast af nýlegri en ekki svo nýrri þróun sjónvarps sem nefnist raunveruleika sjónvarp!
þetta svið sjónvarps er að mínu mati hið mesta rusl, nýaldar sápa ef svo má að orði komast, þetta svið sjónvarps krefst ekki hæfileika af nokkurri sort og virðist það nóg fyrir áhorfandann að þetta sé raunverulegt og ekki sé unnið eftir neinu handriti, sem er hið mesta kjaftæði því ég er nokkuð viss um að allt þetta sé unnið eftir grófu handriti á bak við tjöldin. svo er þetta líka mindnumbingly leiðinlegt sjónvarpsefni ef nánar er pælt.
Eini svona þátturinn sem að mínu mati hefur hið minnsta skemmtanagildi er sá þáttur sem kom þessu öllu af stað, survivor, þó um enga snilld sé að ræða þá hefur sá þáttur einhvern sjarma sem erfitt er að átta sig á, einhverja baráttu manna á milli og býðst áhorfandanum að fylgjast með svikum,prettum og bakstungum keppenda á milli. Ekki veit ég af hverju mér finnst þetta skemmtilegt en mér finnst það samt.
Og svo er það annað, ef ekki væri fyrir þennan raunveruleika viðbjóð þá hefði druslunni henni paris hilton og vinkonu hennar (afkvæmi lionel richie) aldrei verið hleypt í sjónvarp með sína ömurlegu afsökun af sjónvarpsþátt sem “the simple life” er. Aldrei hef ég orðið vitni af tveim hæfileikalausari og heimskari sjónvarpsmönnum í einum þætti.
Ég ætla ekki einu sinni að fara út í það að tala um hitt ruslið sem flokkast í þennan geira svo sem bachelor, bachelorette, paradise hotel og svo mætti lengi telja.
endilega segið mér ykkar álit á þessu. er ég einn í heiminum sem er fullur af viðbjóði í garð þessa.