Langar til að deila með ykkur minni röð af uppáhalds þáttum sem ég hef horft á í gegnum tíðina og vona ég að þið komið með ykkar uppröðun.

1. Sönn íslensk Sakamál(RÚV) - Þessir þættir eru snild, að sjá hvað hefur gerst á íslandi í gegnum tíðina og hvaða afbrot hafa verið framin. Nýr þáttur kom sem átti að vera svipaður, dóp öldin á RÚV sem var mun slappari. Sönn Íslensk Sakamál hafa hætt göngu sinni og er mjög ólíklegt að við fáum að sjá meira af þeim.

Uppáhlads þáttur : Stóra Fíkniefnamálið

2. Oz(STÖÐ 2) - Öryggisfangelsið í Oz, Þessir þættir eru ótrúlega vel gerðir og er slatti af blóði fyrir þá sem fýla það. Mikið af átökum í hverjum þætti en þó eru þeir hættir göngu sinni á stöð2 sem mér gremst mikið.

Uppáhalds character : Ryan O'Rælí og Pancamo :).

3. The Shield(STÖÐ 2) - Mjög skemmtilegir þættir og er Vic Mackey án vafa svalasti náungi ever :) Bara skemmtilegir þættir með blöndu af hasar og drama. Shield eru líka búinir að fá slatta af verðlaunum og er það ekkert skrýtið. Seinasti þátturinn í seríuni á þriðjudagin næstkomandi.

Uppáhalds character : Vic Mackey.

4. Malcolm In The Middle(SKJÁR 1) - Ótrúlega fyndnir þættir og án vafa bestu grín þættirnar á þessari öld, frábærir. Malcolm fer á kostum og Reese er snild. Þess má geta að ný syrpa verður sett í loftið fimmtudagin 11 mars minnir mig :D Mig hlakkar til og öreglega mörgum öðrum.

Uppáhalds character : Malcolm.

5. Neighbours(STÖÐ 2) - Hef horft á þessa þætti öreglega í svona fimm ár og eru þessir þættir snild. Þegar fólk segjir að Bold and bjútiful og neighbours séu eins þættir bara sama draslið. Þessir þættir eru bara ekkert líkir. Neighbours hófu göngu sína held ég fæðingarár mitt 87'.

Uppáhalds character : Connor

6. Family Guy(SKJÁR 1) - Snildar grín þættir með sama gaurnum og gerði Simpsons, Matt Gronening efa að ég skrifi þetta rétt :) Peter Griffin feitur fjölskyldu faðir sem á Lois fyrir eiginkonu og 3 börn og einn talandi hund sem drekkur martini. Stewie er uppáhalds caractherin minn í þessum þáttum þar sem hann oftast talar um að drepa Lois mömmu sína eða taka yfir heimin. Eru ennþá í sýningu á SKJÁ 1 :).

Uppáhalds character : Stewie.

7. 24(STÖÐ 2) - Frábærir þættir sem ég er ný komin inn í, rétt um bara fyrir 3 þáttum og er ég strax fastur inn í þeim.

Uppáhalds character : Jack Buer.

8. Kingpin(SKJÁR 1) - Þessi þáttur er ekki nærum því jafn vinsæll og hinir þættir hér fyrir ofan, en hann er mjög góður. Hann fjallar um kólembíska dóp fjölskyldu af þessum ríka toga. Algjörir snildar þættir og mér gremst mikið að SKJÁR 1 skildi bara sýna einhverja eina syrpu. Þessir þættir voru samt að fá rosalega gott áhorf miðað við einhverja nokkra þætti. Held þó að þessir þættir séu á Skjá 2 eða er samt ekki viss. Eina rásin sem ég er ekki með :(

Uppáhalds character : Chato.

9. Friends(STÖÐ 2) - Já, hjá mörgum er þessi þáttur eflaust mjög hærra en mér fynnst bara spennu þættir miklu skemmtilegri. Ef Friends hefði ekki Chandler þá þætti mér Friends mjög leiðinlegir útaf ég grenja yfir bröndurum Chandler og svona andlitsvipum hans :) Seinasta Friends syrpan er sýnd á stöð2 ennþá.

Uppáhalds character : Chandler.

10. The O.C(SKJÁR 1) - Þessir þættir eru frekar nýjir á skjá 1 og er þeir mjög skemmtilegir.. Fjallar mest um “vandræða” barnið Ryan og svona eiginlega hálf bróðir hans Seth og lenda þeir í allskonar veseni svona mest útaf kærasta stelpurnar sem Ryan elskar og fleirru sem hann gerir af sér.

Uppáhalds character : Seth.


Stöð 2 - www.stod2.is
Skjár 1 - www.s1.is
RÚV - www.ruv.is