Ég ákvað að brjóta aðeins upp umræðuefnið hérna, sem snýst að mestu leyti um Idol, og skrifa um Svínasúpuna. Ég fann engar greinar um súpuna hér á Huga, og langar til að heyra hvernig fólki finnst þessir þættir.
Þessir tveir þættir sem ég hef séð hafa verið nokkuð góðir að mínu mati, engin gargandi snilld þó. Mér finnst leikararnir flestir ágætir, m.a.s. Auddi, sem ég átti ekki von á að gæti leikið neitt nema sjálfan sig.. kannski er hann að því..hehe!
Pétur finnst mér þó eitthvað misheppnaður, finnst hann bara ekki fyndin týpa.
Sigurjón Kjartansson er góður sem mótorhjólalöggan og mér fannst Sveppi góður í skrifstofustólaatriðinu.
Mér finnst flest sem Óskar Jónasson hefur komið nálægt vera frábær skemmtun og vona að svo verði með þessa þætti. Byrjunin lofar allavega góðu.
Það er þó eitt sem mig langar að gagnrýna og það er staðsetning þáttanna í dagskránni. Orðbragð og annað í þessum þáttum er ekki fyrir litla krakka, og að staðsetja þá inn í Idol þáttinn á meðan símakosning fer fram, finnst mér ótrúlegt dómgreindarleysi af dagskrárgerðarmönnum Stöðvar 2. Það eru ógrynni af litlum krökkum fyrir framan sjónvarpið á þessum tíma, því þau fylgjast vel með Idol. Það væri nær að staðsetja þessa þætti eftir Idol - en þetta leysist að sjálfsögðu þegar keppnin endar.
Hvað finnst ykkur hugarar, segið nú skoðun ykkar á Svínasúpunni!