Ég ætla að skrifa um þátt númer 22 í 4.seríu, og heitir hann Day care:
Þátturinn hefst á því að allir vakna um nótt vegna þess að Jamie fer að gráta. Daginn eftir eru mamman og pabbin að sturlast út af því að barnið ( Jamie) hættir ekki að gráta og þeim vantar sárlega barnapössun. Þau leita um alla borg en finna ekkert sem þau hafa efni á. Þá dettur þeim í hug að skrá sig í kirkjuna til að fá fría gæslu fyrir það, en skilyrði þess er að strákarnir færu í biblíutíma. Og við það Reese verður góður við alla sem er frekar skrýtið þar sem hann hefur alltaf verið vondi eldri bróðirinn. Pabbi þeirra fær kirkjuna til að byggja viðbót við húsið. Annar ókostur við fríu gæsluna er að mamman þurfti að gæta í staðinn einhvers annars barn og varð að taka það með sér í vinnuna. Síðan er sagt frá Francis á búgarðinum (gistihúsinu ) sem hann vinnur á. Þar er verið að reka starfsfólk vegna þess að það fréttist að sést hafi til UFO diska á næsta gistihúsi, sem að þeir eiga í samkeppni við. En þá tekur Francis til sinna ráða og hringir í næstu fréttastöð og segist hafa séð UFO disk hjá sínu gistihúsi.
Næst kemur að Lois þar sem hún fer með Jamie í barnapössunina, þaðan fer hún í vinnuna ásamt barninu sem hún þarf að passa. Í einum af biblíutímunum var presturinn að lesa upp fyrir bekkinn en þurfti að fara, en bað Hal að lesa fyrir þau á meðan. Hal byrjar að lesa en er svo óheppinn að missa bókina og finnur ekki hvað hann á að lesa um þannig að hann skáldar upp sögu um að einhver maður hafi dáið eftir að ljón át hann.En það virkaði ekki því eitt af 6 ára börnunum benti honum á að hún hefði heyrt að guð hefði bjargað honum. Þá bætir hann við söguna sína og segir að ljónið hafi spýtt honum út úr sér. Í bekknum sem Reese er í er verið að syngja og honum leiðist, en síðan sér hann málverk og breytist og verður góður, við það að sjá málverkið.
Mömmuni gengur ekkert betur að passa þetta barn sem einhver annar á og það þeysist um búðina sem hún vinnur í og tekur súkkulaðistykki og makar á sig farða. En seinna um daginn eiga foreldrar barnsins leið í búðina og sjá barnið alkámugt og taka hann frá Lois (mömmunni). Fjölskylda Malcolms ákveður þá að þetta sé of mikið vesen og þau skrá sig úr kirkjunni.
Þannig endaði þessi þáttur af Malcolm in the Middle.