Úrslitin úr World idol voru sýnd 1.jan.Hafði ég horft á fyrri þáttinn og hlakkaði þessvegna til að sjá hver ætti að vinna.
Eitt var ég mjög ósáttur við úr fyrri þættinum þegar Simon Cowell var að dæma Kurt sem söng lagið Beautiful day með U2 alveg eistaklega vel.Hann sagði eitthvað í þessa áttina;Ef þessi keppni væri í útvarpi frekar en í sjónvarpi myndiru vinna hana.ekki taka þessu ranglega en mörgu ljótu fólki hefur verið leyft að hljóðrita lag,þér væri ekki leyft að hljóðrita lag.
Það er bara ein leið að taka þessu,hann sagði að hann væri ljótur.
Fannst mér mjög ljótt að segja þetta svona á opið geðið á honum.
Svo núna 1.jan var þátturinn.Stigagjöfin var í Eurovivion stíl þar sem keppendur fengu stig frá 1-10 eftir því hvernig kosningin í því landi fór.Einnig fengu keppendurnir 12 stig sjálfkrafa frá sínu landi þar sem heimalöndin máttu að sjálfsögðu ekki kjósa sitt Idol.
Persónulega hafði ég haldið með súkkulaðistráknum Guy Sebastian frá Ástralíu sem söng lagið What a wonderful world og kananum Ryan Malcolm.
Stigagjöfin byrjaði og Kurt Nilsen tók strax forystu en á hæla hans var Kelly Clarkson frá BNA.Þegar Suður-Afríka gaf upp hvernig kosningin fór var Kurt með nokkurra stiga forystu á Kelly.
Ég var að orðinn verulega spenntur og óskaði þess að Kurt myndi vinna því mínir menn voru fjarri toppnum.Svo fór það þannig að norska idol-ið Kurt Nilsen varnn.Kelly Clarkson í því þriðja og belginn Peter Evrad hafnaði í því þriðja með lagið Lithium eftir Nirvana.Það var gaman að sjá breska idol-ið Will Young hvað hann var hrikalega svekktur þegar stign voru lesin upp og hann fékk bara 5,hann var svo viss um að hann myndi vinna.
Að lokum tók Kurt lagið sitt og þá sá maður að hann var einfaldlega besti söngvarinn þarna.
Gaman að þessu og vonandi koma fleiri þættir.