Ég veit ekki hvað þessi þáttur er gamall eða hvort hann sé komin til Íslands(fyrir utan þá sem eru með mtv) en þegar ég stillti inn á imbann um daginn, þá var þáttur á sem heitir “Viva la Bam”.
Þarna er Bam Margera úr jackass í fylgd með Ryan Dunn og einhverjum gaurum sem ég þekki ekki neitt að gera enn fleiri asnaleg uppátæki. Bam er sérstaklega mikið að níðast á fjölskyldu sinni (eins og þeir sem horfa á jackass vita) sem er pabbi hans og mamma(engin systkini koma fram í þættinum).
Í þættinum sem ég sá, var eitt atriðið þannig að þeir sögðu einum af gaurunum(?) til að slá í svona dót sem hékk úr tré(eins og er stundum á öskudag og þá slá krakkarnir í það og þegar það brotnar þá dettur nammi úr því..). Þeir sögðu honum að það átti að láta svo inn í tölvunni eftir á að það væru býflugur inn í því og létu svo binda klút fyrir augun á honum. Þá tóku þeir dótið niður og létu alvöru býflugnabú í staðinn(með fullt af býflugum).
Þar að auki sögðu þeir manninum að fara úr skyrtunni út af því að hún mundi “trufla” myndina.
Gaurinn fór náttúrulega að hamast á búinu og býflugurnar byrjuðu að stinga hann duglega. Þegar hann fattaði að það væru alvöru flugur þar, varð hann mjög reiður…
Þessi þáttur er býsna mikið líkur Jackass en samt aðeins ógeðslegri og aðeins meira óplanaður(Bam gerir nú víst bara það sem hann vill).
Ok… Bara svona að deila þessu með ykkur:)
KataP