Malcom in the middle
Daginn kæru hugarar ég var að flétta í fréttablaðinu um daginn var bara með morgunmatin að kíkja, sé ég að Sjónvarpstöðinn Skjár Einn er að fara að talsetja Malcom In the Middle á íslensku. Það er bara hræðilegt, stendur þarna að það sé verið að gera þetta fyrir litlu krakkana sem eru að fylgjast með þáttunum en ná ekki að lesa textann. 95% krakka sem eru svona segjum 3-4 bekk eiga að geta lesið textann og ég get nú sagt ykkur það að krakkar yngri en það hafa ekkert gaman að þessu svona. Þættir hafa eiginlega aldrei verið talsettir nema svona teiknimyndir sem eru í lagi því krakkar á leikskólaaldri eru að fylgjast með þeim og auðvitað geta þau ekki lesið textann. Mér finnst að allir ættu að fara á heimsíðu skjás eins ( www.s1.is ) senda þeim kvörtunarmeil því örugglega 90% að fólki sem fylgist með þessu kann að lesa textann og ef þetta verður talsett er ekki neinn séns að ég horfi á þennan viðbjóð. Ég vil ekki hlusta á krakka í 8. Bekk tala inná þetta því það er hreinn hryllingur. Eru ekki allir sammála þessu?