Jæja, nú erum við íslendingar ekki stór þjóð, eða réttara sagt circa 300.000. Þrátt fyrir það erum við með agalega mikið af sjónvarpsrásum miðað við stærð. Nú bætist sú áttunda (sem að næst í Reykjavík. Ég er ekki enn farinn að skilja hvernig stöðvarnar fara að því að tóra. Eru þær allar bláfátækar eða eru íslendingar bara svona miklir sjónvarpsgláparar? Hvernig sem því líður eru stöðvarnar bláfátækar. Ríkissjónvarpið þarf svo sannarlega á meiri fjárveitingu að halda og það þarf að lífga við íslenska dagskrá með íslenskum sjónvarpsmyndum og öðru. þetta kostar auðvitað slatta en það þarf að finna einhverja leið til að koma þessu á hærra plan. Ég hef heyrt að áður en Skjáreinn kom inn á markaðinn með sínar ódýru auglýsingar hefði allt, hvað á ég að segja, “leikið í lyndi.”
Sú stöð lifir ódýrt og kaupir mikið af erlendum þáttum og hefur stundum tekist ágætlega til við gerð íslenskra þátta Á meðan aðrar stöðvar þurfa að hafa dýrari auglýsingar vegna þess að það eru aðrar áherslur. Nú minkaði auglýsingamagnið mikið hjá þessum stöðvum og allt var að fara fjandans til. Það má segja að þetta sé orðið skárra núna en einhver þarf að finna lausn svo að stöðvarnar fái meira fjármagn, ekki satt?
Í vinsemd,
rubbe