Bernie Mac Show =D Stöð 2 hefur verið með mikið af sjónvarpsþáttum í bið um hríð og loks er fólkið okkar byrjað á dagskránni ;) klapp klapp fyrir því…

Ég var að horfa á George Lopez (horfi vanalega á hann) með ostapopp í annari hendinni og Mountain Dew í hinni (:p) þegar þátturinn kláraðist.
“Ohh, ég á svo mikið eftir,” hugsaði ég en þá hófst annar þáttur. “The Bernie Mac Show……. hmm…. æ já, þetta er þátturinn sem að ég er búinn að vera að bíða eftir..!!” hrópaði ég með glöðu geði þegar ég komst loksins að því hvaða þáttur væri á skerminum.

Þessi hjón, Bernie Mac og gullfallega konan hans, búa í þessu klikkaða húsi í einhverju ríkimannahverfi “in the states”, enda Bernie Mac þessi frægi uppistandari, æpandi þekktur. En það er ekki frásögu færandi, því að krakkar bróðir Bernie (ef mig minnir) eru á leiðinni í flugvél til hjónanna og ætla að vera hjá þeim um tímabil. Í fyrstu líkar Bernie ekkert sérlega við aðstöðu mála, en undir lok þáttarins lítur hann aðeins á þetta sem gott tækifæri til að æfa sig fyrir föðurhlutverkið.

Brandararnir í þættinum eru HIKLAUST SNILLD og þessi maður er ekkert meira né minna en kóngurinn í grínbransanum. Ef ég tek til dæmi, þá nefni ég glaður brandarann um heimilisleysingjann og þegar Bernie var að keyra fram hjá fátækrahverfi.
“I haven't eaten in two weeks… I don't even remember what food tastes like anymore”.
“Well i wouldn't worry about it….. it still tastes the same”.

Þeir sem eiga Stöð 2…. þá mæli ég hiklaust við því að kíkja á Föstudagskvöldin ef þið viljið æla af hlátri (myndlíking ;).

- Föstudagskvöld á Stöð 2 (Kexaztöð ;)

P.S. Ég kíkti aðeins lengur og ekki versnaði málið. Æpandi fyndinn þáttur að nafni “Hidden Hill” kemur beint á eftir Mr. Mac, ef þið viljið kíkja smá á karlremburnar ;)
Spin City síðan beint á eftir Hidden Hill… og ekki þarf ég nú að sannfæra ykkur um að kíkja á hann ;)
_________________________________________________