Fyrir nokkrum árum þegar ég fékk skjá 1 fyrst var dagskráin svona allt í lagi. Nem a mér fannst íslenska dagskráin ekkert spes. Sérstaklega innlit útlit. Ég skildi ekki hvernig fólk nennti að horfa á þennan þátt.
En svo byrjaði ég að horfa á hann og mér finnst hann æðislega skemmtilegur. Nú missi ég ekki af honum og finnst hann æðislegur nema fólkið sem kynnir þáttinn. Ef það væri ekki og bara eitthvert annað fólk væri þessi þáttur fullkomin. Maður fær að sjá falleg heimili og margar hugmyndir sem geta nýst manni. Að mínu mati er Skjár einn með eina bestu dagskrána þó að það séu margir þættir að hætta. Til dæmis Malcolm In The Middle, sem er snilld dauðans, Will & Grace, Yes Dear og líka sérstaklega Boston public sem er æðislegur. Svo finnst mér Survovor alveg æðislega skemmtilegur og svona gæti ég talið lengi áfram.
En mér finnst Stöð tvö bara ekkert sérstök. Það eru engir spes góðir þættir á Stöð tvö nema kannski friends og american idol sem ég dýrka. Annars er ekki mikið af skemmtilegu efni á þeirri stöð allavegana ekki að maður tímir að borga áskriftargjald.
Lengra verður þetta ekki takk fyrir mig