Á þriðjudögum (spennustöð) er þátturinn “Fear Factor”, það er snilldar þáttur að mínu mati. Núna á þriðjudaginn var enn einn þátturinn.
Fyrsta þrautin fólst í því að maður stóð á svona nokkurn veginn tunnu eða röri (frekar stóru þá), og rörið var á tveimur plönkum sem voru í sirka 30-40 metra hæð. Síðan átti maður að standa á rörinu og labba einhvern veginn þannig að það færi áfram og yfir á hinn enda á plönkunum tveimur……………..en það skrítna var að enginn, enginn af þessum 6 aðilum náði að klára þessa þraut!! Það var í fyrsta skipti í Fear Factor söguni sem að enginn nær að klára fyrstu þrautina.
Jæja, en fyrst að enginn náði að klára þá þurfti bara að skera helming af vinningsupphæðinni og þá var núna bara 25.000 dollarar.
Önnur þrautin fólst í því að það voru tvö og tvö saman að keppast um hver gæti hent, með munninum, flestum dauðum rottum!!!
Þannig að sá sem vinnur heldur áfram og sá sem tapar fer heim á leið. Þannig að það voru bara þrjú sem voru eftir allt í allt og þau hétu Kimberly, Darin og Mark.
Þriðja þrautin rann upp. Hún gekk út á það, að þau ættu að fara í bíl, keyra síðan útí sundlaug og þegar að bíllinn væri kominn oní vatnið þá ætti sá sem væri í bílnum að ná í flagg sem er aftar í bílnum, fara síðan með flaggið á bakkan og hengja það á stöng sem þar var. Síðan sá sem væri fljótastur eða fljótust myndi þá vinna 25.000 dollara. Síðan þá endaði það þannig að Kimberly hætti, Darin kláraði á 46 sek., en hann Mark vann með 36 sek.!