Ég var að hugleiða hvort einhverjir hérna hefðu áhuga á þáttunum Smallville.
En einsog flestir vita fjalla þessir þættir um æsku og upphafi Ofurmennisins(Súpermanns) en hann er einnig þekktur sem Clark Kent. Ég held að það þurfi varla að kynna hann nánar en þetta fjallar um hvernig hann áttar sig smátt og smátt á hlutverki sínu sem mesta ofurhetja allra tíma. Hann hefur ekki enn náð tökum á öllum hæfileikum sínum s.s. að fljúga en við fáum að fylgjast með hvernig hann verður öflugri og hvernig hann nær að takast á við þessa krafta því freistingarnar eru við hvert einasta horn.
Margir mundu halda að þessir þættir gangi út á slagsmál og tæknibrellur þar sem hæfileikar Ofurmennisins eru í fyrirúmi en það er ekki rétt. Þessir þættir eru mjög vandaðir og eru allir leikararnir mjög góðir.
Það er Tom Welling sem leikur Clark Kent(Súpermann) og svo er ein undurfögur kona sem leikur hana Lönu en hún er æskuástin hans Clark´s. Hún heitir Kristin Kreuk og hafa líklegast mjög fáir heyrt hennar getið rétt einsog Tom. En þessir krakkar eiga alveg framtíð fyrir sér í leikarabransanum því þau sýna frábæran leik hérna.
Þættirnir hafa hlotið lof víðsvegar og eru m.a. tilnefndir sem besti þátturinn á GENRE AWARDS en það eru mjög virt verðlaun í flokki vísinda og ævintýra. ath. á http://www.syfyportal.com til að komast að meiru.
Ég var að hugleiða hvort ekki væri möguleiki að fá nýtt áhugamál fyrir Smallville???
Ég ætlaði mér að setja upp könnun og ath. viðbrögð en það er víst einhver stífla á könnunum svo ég ákvað bara að gera grein fyrir þessum þáttum og reyna að sýna fram á það hversu góðir þættir þetta eru.
Endilega þið sem eruð sammála mér tjáið ykkur svo að þetta verði að veruleika.
Ég er hinsvergar ekki talinn svona hæfur stjórnandi því að ég einfaldlega uppfylli ekki þær kröfur sem gerðar eru svo ég vona að einhver annar geti bara tekið þessa hugmynd að sér. Endilega sýnið einver viðbrögð.
Spurningin er hvort þessi þáttur sé nógu vinsæll svo að það myndist áhugamál um hann hérna. Hann hlýtur að geta státað af svipað stórum hópi og Buffy og Angel því að mínu mati státar þessi þáttur þeim á öllum sviðum.
kveðja rampage #1 aðdáandi Smallville