70 mínútur
Ég veit ekki hvað ykkur finnst en mér finnst 70 mínútur vera einn af leiðilegust þáttum í sjónvarpinu í dag (með mörgum öðrum). Til dæmis þá er alltaf það sama í þættinum, það er svona föst dagskrá á hverjum degi og það versta sem gerðist var að Jói hætti og hann og Simmi voru aðalgaurarnir. Svo byrjaði Sveppi að vera með en hann er alveg ágætur en eitt er að bögga mig! ég man þegar þeir voru alveg svakalega á móti reykingum og svoleiðis ógeði og svo sá ég Sveppa vera að reykja. Svo er það' hann Auddi… ég hef ekkert svakalega mikið á móti honum en mér finnst þátturinn vera leiðilegur og mér finnst skrýtið að þeir skuli fá borgað fyrir hann. Ég vona að þið að þið lítið ekki á þessa athugasemd mína sem móðgun eða neitt þannig :D