Daginn 20. apríl var þáttur með David Blaine(hann er einn af bestu töframönnum í heimi). Ég ætla að segja frá nokkrum trixum sem ég sá hann gera, og hér koma þau:
1. Það fyrsta sem að ég sá hann gera var að hann setti höndina á jörðina og snéri uppá hana, og í þrjá hringi!
2. Næst tók hann upp pening, svo BEIT hann helminginn af spýtti honum svo aftur á svo að peningurinn varð heill!
Þar á eftir fór hann í sígildu spilagaldrana, þeir voru HREIN SNILLD!
Í fyrsta spilagaldrinum þá lætur hann einhvern út á götu(hann var sko úti á götu að sína almeningi) og lætur hana/hann draga spil, sem viðkomandi leggur á minnið. Síðan setur hann spilið inn í bunkann, þar næst lætur hann spilið hoppa frá miðjuni og uppá(efst), og á endanum lætur hann spilið hverfa yfir í rassvasann hjá viðkomandi.
Þetta var einn af fjölmörgum sem hann gerði en ég man ekki nógu vel til að segja frá þeim öllum.
Næst koma svoldið öðruvísi galdrar, en samt góðir……
Fyrsti “öðruvísi” galdurinn var svona hverfi galdur, hann lét mann koma með puttann sinn á móti putta Davids, maðurinn er með úr sem þá hverfur yfir á hönd Davids!
Næst kemur AÐAL GALDURINN! HANN LÉT SIG SVÍFA!!!!!!!!!! Sko mér er sama hvort þú trúir því eða ekki en ég held að þetta hafi verið í alvöru.