Fyrir ekki svo löngu hófu margir framleiðendur að koma á framfæri svokölluðu “raunvöruleikasjónvarpi”, sem eru þættir sem innihalda fáa eða enga leikara, aðeins þáttakendur og kynnir. Þessir þættir eru flestir þannig að það eru keppendur í einhverskonar leik þar sem einhverjar háar peningaupphæðir eru í verðlaun.
Sem dæmi má nefna “Survivor”, sem er einn af fyrstu raunvöruleikasjónvarps-þáttunum. Þátturinn snýst um hóp af fólki sem á að reyna að lifa af einhverjar náttúrulegar aðstæður í mánuð. Þessir þættir vöktu mikla athygli og urðu mjög frægir. Ekki leið á löngu að allir vildu bita af þessari gróðvænlegu köku. “Fear Factor”, “American Idol”,“Temtation Island”, “The Bachleor”, “I bet you will” og fleiri og fleiri þættir komu svo í kjölfarið.
Einnig eru aðrar gerðir af raunvöruleikasjónvarpi, sem ekki snúast um að vinna einhverjar keppnir eða peningaverðlaun, og eru þeir þættir t.d.: “Jackass”,“The Ozbournes”,“Cribs” og “Dirty Sanches”.
Nú þegar ég kveiki á sjónvarpinu er ég nánast hættur að sjá þætti með atvinnuleikurum, og ég spyr:er leikarastéttin að deyja út? Snýst málið nú um að fá einhverja nobodys útaf götu til að búa til þætti, því að enginn kann að skrifa handrit, eða hvað?
Fólk er fífl…allt saman. Ekki taka mark á því.