<u>Kveðja-
Ofbeldi sjónvarpsins
Þegar ég sest fyrir framan sjónvarpið kemst ég varla hjá því að sjá eitthvað ofbeldi þar. Stundum fer ég að pæla í því hvort að þetta sé uppbyggilegt. Jafnvel barnaefnið í sjónvarpinu geymir stundum ofbeldi. Þegar ég tek eftir því þá leiði ég hugann að því hvernig börnin líta á þetta sjónvarpsefni. Það er einhver kall sem þeim finnst voða “kúl” og hann er að slást annað kastið. Ef þessi persóna er svona flott þá er það sem hún gerir oftast líka afskaplega flott. Þeim sem mér og mörgum sem ég þekki finnst flottir og “kúl” eru oftast þeir sem við lítum upp til. Er það þá ekki eðlilegt að börn geri það líka. Það getur leitt af sér að þau fari að herma eftir þeim og oftar en ekki fara vinir í einhvern leik sem byggir á einhverjum þætti eða einhverri teiknimynd. En hefur þetta góð áhrif á börnin? Ég held ekki. Persónulega finnst mér vera of mikið ofbeldi í sjónvarpinu nú á tímum. Í fréttum er hins vegar verið að sýna heiminn eins og hann er og þá er oft bent á að ofbeldi í heiminum er ekki gott. Þetta er það sem mér finnst um þetta og veit ég að margir geta verið ósammála mér.