Ég hef gaman af því að horfa á sjónvarp, og myndi örugglega horfa meira á það ef ég hefði tíma og ekkert betra að gera. Ég horfi lang mest á Ríkissjónvarpið og svo eitthvað pínu á Skjá Einn.

Skjár Einn sýnir held ég mest af þessum amerísku grín- og gamanþáttum, og ég hef gaman af sumum þeirra eins og t.d. Malcolm in the Middle. Það sem ég hef tekið eftir þegar ég horfi á flesta grínþætti er að það er alltaf grúppa af fólki sem hlær inn í þættina. Tökum Friends sem dæmi. Þar koma vinirnir með einhverja fyndni (eða ófyndni) á nokkra sekúndna fresti, og í hvert einasta skipti hlær þessi ósýnilegi hópur fólks.

Af hverju er þessi hlátur settur þarna inn í þættina? Hefur hann það hlutverk að ‘segja’ áhorfendum hvað sé fyndið, eða bara svona til að lífga upp á leiðindin? Af hverju getur maður ekki bara fengið að dæma sjálfur hvað er fyndið og hvað ekki? Eða er ég bara að tuða eitthvað?

Mér þætti gaman að fá að vita hvað ykkur finnst um þennan bakgrunnshlátur, sem fer alla vega rosalega í taugarnar á mér.

kv.
miles.