Það finnst kannski sumum þessir þættir alveg hræðilegir og sumum alveg frábærir en það hafa ekki allir sama smekk.
Þegar þeir byrjuðu fyrst( þá meina ég Bachelor 1 ) reyndi ég að fylgjast með þessum þætti en bara nennti því ekki mjög oft en í þau fáeinu skifti sem ég horfði á þennan þátt fannst mér hann alltaf vera að verða betri svo nú ætla ég að fylgjast með ef ég nenni á Bachelor 2.
Eitt sem mér finnst mjög fyndið við mannin sem var seinast var að mér fannst hann alveg hryllilega hommalegur og þá meina ég það. Ef ég væri í þessum þætti og hann myndi biðja mín myndi ég hiklaust segja nei eða fyrst spyrja hann hvort hann væri nokkuð gay.
En oki það er ekki útlitið sem skiftir öllu en ég væri ekki til í að vera með einhverjum sem ég myndi alltaf halda að væri samkynhneigður.
Ég horfði á þáttinn sem var seinasta fimmtudag þegar það var verið að velja nýjan piparsvein og þegar það voru sýndir þeir fimm sem var seinast verið að velja um verð ég að segja að mér fannst aðrir miklu hentugri sem þessi piparsveinn en allavega kannski á hann eftir að heilla einhverja upp úr skónum eins og hin piparsveinnin gerði.
Það var svona viðtal við Amöndu og piparsveininn fyrverandi ( man ekki hvað hann hét var það ekki Alex? Ég segi það bara…leiðréttið ef það er vitlaust). Þá sagði Amanda að það væru margir að spurja hvort Alex væri nokkuð hommi og fannst henni þessar spurningar um það alveg út í hött. Ég var samt allan þáttin að spurja mig sjálfa þessar spurningar svo mér finnst þetta ekki út í hött. En allavega Amanda og Alex voru enþá saman og voru voðalega hamingjusöm og sögðust vera fegin að samband þeirra væri ekki lengur í fjölmiðlum.
Þeir sem horfðu á hin þáttinn muna sjálfsagt eftir Tristu sem Alex skildi eftir algjörlega í sárum en hann hafði sagt að hann ætlaði að velja hana. Margir skildu samt ekki hvernig hann gat látið svona myndarlega og góða stelpu eftir.
Í þættinum var viðtal við hana og voru þau að tala um þáttinn sem hún verður umkringd 25 sætum strákum og í staðin fyrir að það er einn piparsveinn með 25 stelpum. Trista sagði einnig í einhverju viðtali að hún hafi aldrei fengið fullnægingu svo strákarnir verða líklegast margir sem eiga eftir að keppa um hana.
Vonandi verður þessi þáttur sýndur á íslandi eins og Bachelor þættirnir.
En endilega segið ykkar skoðun á þáttunum ;)
Kveðja Hallat